Páskarnir búnir og búið að ferma frumburðinn .......
27.3.2008 | 05:58
...... sem þýðir að ég stend við gefið loforð um að blogga ofurlítið
Ég kom s.s. heim frá London 17. mars s.l. 5 daga alveg ágætis ferð sem var þó engin hvíld Þegar heim kom tók við undirbúningur fyrir fermingu unglingsins. Þann 19. mars barst mér ómetanleg hjálp við undirbúninginn þegar hún mamma mín birtist Það er sko ekki amalegt að fá mömmu með sér í svona undirbúning, enda er hún mikill reynslubolti þegar kemur að fermingarundirbúningi. Við erum jú 5 systkinin og ekki svo ýkja langt síðan að við fermdumst
Elsku mamma 1000 þakkir fyrir alla hjálpina !
Undirbúningurinn endaði þó með hálfgerðri skelfingu því að á sunnudagskvöld byrjaði ég að fá í magann og stuttu seinna fékk mamma í magann líka sem endaði með því að ég eyddi aðfaranótt mánudagsins sitjandi á Gustavsberg með fötu í fanginu ....... Þegar líða tók á morguninn eftir algjörlega svefnlausa nótt var mér ekkert farið að lítast á að fara í kirkjuna í þessu ástandi sem að ég var en með góðra vina hjálp var mér reddað ógleðistillandi lyfi og ....stillandi lyfi sem að virkuðu sem betur fer ágætlega og ég komst í kirkjuna án þess að þurfa að vera með up & go og fötu í fanginu .........
Fermingin sjálf tókst alveg með ágætum og drengurinn stóð sig alveg með prýði, "mundi versið sitt alveg og allt" En myndir segja meira en mörg orð .....
Smellið á myndirnar til að sjá miklu fleiri ........
Kærar þakkir til allra þeirra sem sendu drengnum kveðjur og / eða gjafir í tilefni dagsins og einnig þeim sem sent hafa okkur foreldrunum hamingjuóskir og góðar kveðjur.
Að kvöldi fermingardagsins fengum við þær sorgarfréttir að lítil hetja, Huginn Heiðar, lést um nóttina eftir mikil og erfið veikindi allt sitt stutta líf. Guð veri með fjölskyldunni hans á þessum erfiðu tímum.
Athugasemdir
Glæsilegur fermingardrengur, til hamingju með hann
Ragnheiður , 27.3.2008 kl. 08:03
Flottur strákur og innilega til hamingju með strákinn.
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.3.2008 kl. 14:54
Mikið er hann Kristján Atli flottur, orðinn svo stór og glæsilegur. Gott að heyra að allt hafi gengið vel og þú meikað daginn án fötunnar og "up&go"
Rosalega flottar myndir og greinilega verið heljarinnar veisla, engar smá kræsingar....nammmm:)
Innilega til hamingju elsku fjölskylda**
Berta María Hreinsdóttir, 27.3.2008 kl. 16:35
Flottur drengur.
Til hamingju með hann.
Hrikalega sorgleg frétt
Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.3.2008 kl. 16:45
Sætur fermingardrengur til hamingju með hann.
Kristín Katla Árnadóttir, 27.3.2008 kl. 18:03
Innilegar hamingjuóskir með fermingardrenginn:)
Skilaðu kveðju í kotið ...
Inda
Inda (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 09:59
Innilegar hamingjuóskir með drenginn. Gott er að eiga góða að. Segi nú ekki annað. Hræðilegt með Huginn Heiðar. Góða helgi og hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 28.3.2008 kl. 17:29
Til hamingju með myndarlega drenginn þinn og ég sendi innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu Hugins Heiðars!
www.zordis.com, 28.3.2008 kl. 22:56
Innilega til hamingju með drenginn.
Agnes Ólöf Thorarensen, 29.3.2008 kl. 14:35
Elsku Anna, Óli og börn.
Hjartanlega til hamingju með fermingu frumburðarins og Til hamingju með afmæli Sigurjóns í dag. Hafið það sem allra best alltaf og njótið lífsins. Það er svo dýrmætt
Sorglegt að heyra með litlu hetjuna, samúðakveðjur til allra ástvina hans.
Kær kveðja úr Mosó
Anna R og fjölskylda
Anna fjallabjálfi (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.