Ég er ekki BÚÐINGUR !

elevatorUnglingurinn minn getur verið alveg milljón í einlægninni sinni.  Í dag fór ég með hann til tannréttingasérfræðingsins.  Þegar að við komum á staðinn spurði ég hann hvort hann ætlaði að taka lyftuna með mér eða ganga upp stigann.  Lyftur eru nefnilega ekki hans uppáhald og opnir stigar reyndar ekki heldur.  Þar sem við vorum stödd í Valhöll var valið einmitt þetta, lyftan eða opinn stigi (s.s. sést vel niður næstu hæðir við hlið stigans). 
“Ég vil frekar labba upp stigann” svaraði stráksi og gerði sig líklegan til að ganga af stað. 
“Æi, komdu nú með gamalli mömmu þinni í lyftunni svo hún þurfi nú ekki að fara ein” sagði ég við hann svona meira í gríni til að prófa hvort ég gæti sannfært hann um að koma með mér í lyftunni.
“Þú ert ekkert gömul mamma !  Húðin þín er ekki einu sinni orðin lin !” svaraði unglingurinn minn frekar hneikslaður. 
“Hvað meinaru með því karlinn minn ?” spurði ég og átti verulega bágt með að fara ekki að flissa.
“Sko, gamalt fólk er með húð sem er eins og búðingur og þú ert ekki svoleiðis.”  Og með þeim orðum lagði hann af stað upp stigann. 
Ég hinkraði smá stund niðri, reyndi að bæla niður flissið og fylgdist með honum leggja af stað upp stigann.  Þá heyrði ég hann tauta fyrir munni sér: “Ekki horfa niður, EKKI horfa niður, ALLS EKKI horfa niður !”
 garfield_dentist

Tíminn hjá tannsa, ja eða tönnsu, gekk bara mjög vel.  Þetta var samt frekar óhefðbundinn tannlæknatími þar sem að hann fór í að tannsa útskýrði fyrir okkur foreldrunum tannréttingaáætlun fyrir unglinginn.  Þarna var margt sem að maður vissi svo sem eftir að hafa sjálf verið í tannréttingum hér á árum áður en svo var annað sem að maður vissi ekki.  T.d. eins og að unglingurinn minn er með verulega gallaðan munn hvað tanntöku varðar.  Hann vantar s.s. 7 tennur fyrir utan það að vanta alla endajaxla.  Þegar ég segi vanta þá er ég að meina ekki að þær eigi eftir að koma niður heldur vantar þær alveg !  Vegna þessarar tannvöntunar er hann ennþá með slatta af barnatönnum sem að þarf að draga í burtu.  Þær hafa ekkert losnað hjá honum því að það eru engar tennur sem ryðja þeim í burtu.  Ekki er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott, stendur einhversstaðar því að þessi tannvöntun telst víst hjá Tryggingastofnum sem “veruleg tannvöntun” sem verður svo til þess að við ætttum að fá hæstu fáanlegu endurgreiðslu á meðferðinni........  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

"Alls ekki horfa niður" Þetta hljómar eins og sonur minn hann Jóakim.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.3.2008 kl. 08:01

2 identicon

Búðingur!!!!  hahahahahahaha

Sif (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 09:51

3 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Hann er nú meiri snillingurinn.....búðingur, hehe
Leitt með tennurnar, en gott að TR komi til móts við ykkur:)

Berta María Hreinsdóttir, 7.3.2008 kl. 09:57

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er nú snillingur í lagi kær kveðja

Kristín Katla Árnadóttir, 7.3.2008 kl. 10:45

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Hahaha snilldarstrákur!!

Huld S. Ringsted, 7.3.2008 kl. 22:18

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.3.2008 kl. 22:23

7 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Já há, þessi setning kemur mér ekki á óvart frá honum. Ég á stundum BÁGT með að halda flissi/hlátri niðri í mér...TRÚÐU MÉR. Maður ætti að skrifa gullmola hans niður og gefa honum bók á hverjum áramótum með gullsetningum sem hann segir. Leitt með tennurnar en ég er feginn fyrir ykkar hönd að fá endurgreiðslu....MUNDU MIG ÞÁ..múahhaha.

Hafið það gott. 

Guðmundur Þór Jónsson, 8.3.2008 kl. 16:30

8 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

sniðugur strákur...

Agnes Ólöf Thorarensen, 8.3.2008 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband