Babb í bátinn .....

Nú er aldeilis komið babb í bátinn !  Ég er að fara til London þann 12. mars n.k. og áðan þegar ég var að tala við hana mömmu mína í símann áðan uppgötvaði ég, mér til mikillar skelfingar, að ég er á næturvakt þann 11. mars sem þýðir að ég er búin á vaktinni klukkan 8 að morgni þess 12.  Flugið út er klukkan 9 og ég held bara að það sé fræðilega útilokað að ég nái að fara frá Hrafnistu í Reykjavík klukkan 8 og ná flugi á Keflavíkurflugvelli klukkan 9 !  Djö ..... nú verð ég að þjarma að deildarstjóranum mínum í fyrramálið og redda þessu ......

Þegar að ég kláraði vaktina í morgun hringi fyrrverandi tengdó í mig og bað mig um að kíkja við hjá sér og koma við í búðinni fyrst.  Minnsti gaurinn minn (stundum nefndur minnsti maurinn) sem að býr hjá henni og pabba sínum var orðinn lasinn og hún var heima með hann.  Ég kíkti við hjá þeim í kaffi og dreif mig svo heim að sofa.  Ekki veitti mér af eftir frekar erfiða nótt í vinnunni .......

Nú er bara að drífa sig í náttfötin, horfa á Criminal minds og bruna svo í bólið hjá karlinum mínum  Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ertu með karlinn í bólinu allan daginn?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.2.2008 kl. 21:02

2 Smámynd: Anna Gísladóttir

Neibb bara rétt yfir blánóttina .......

Anna Gísladóttir, 11.2.2008 kl. 21:06

3 Smámynd: Gerða Kristjáns

Suss !!  Bara láta þetta reddast !!  Ekkert sem stendur í vegi fyrir London !!

Gerða Kristjáns, 11.2.2008 kl. 21:50

4 Smámynd: Árný Sesselja

Fussu svei systir góð ! Redda þessu með de samme...! Það má ekkert klikka fyrir London bara 29 dagar í brottför!

Árný Sesselja, 11.2.2008 kl. 22:24

5 Smámynd: www.zordis.com

Eru systurnar að fara að skvetta úr klaufunum .....   Auðvitað reddast þetta ..... vera bara innstillt á það og finna fallega brosið!

www.zordis.com, 11.2.2008 kl. 23:06

6 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Ohhh London er yndisleg

Góða skemmtun þar 

Kolbrún Jónsdóttir, 12.2.2008 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband