Bloggað í vinnunni

angelssmokingxr6

Júbb þá er ég mætt í vinnuna eftir rúmlega viku frí.  Þ.e.a.s. ef frí skyldi kalla, heima með prinsessuna lasna.  En eins og blessunin hún Pollyanna hefði sagt, mikið er gott að fyrsta að hún þurfti að verða veik að hún gerði það meðan að mamman er í fríi.  Það er ekki eins og maður fái heilan helling af veikindadögum vegna barna ....... GetLostÞað er alveg yndislegt að koma í vinnuna aftur.  Allir á sínum stað og nokkrir brosa og segja: “Mikið er gott að sjá þig aftur ! Ertu búin að vera í fríi ?”  Það er alltaf jafn gaman að heyra þetta Grin  Svo þegar maður kemur heim að þá fær maður bros frá karlinum og krílunum og stundum heyrist: “Mamma, ég saknaði þín svoooooooo mikið !”  Gjörsamlega ómetanlegt !  Grin

Það verður að segjast að það er eiginlega voðalega lítið að gera í vinnunni núna, sem kannski sést best á því að ég hef tíma til að gúggla og blogga Smile  En það er mjög jákvætt á margan hátt rólegheitin, það líður greinilega flestum vel og þá sefur fólkið vel og þá hef ég meiri tíma til að læra í vinnutímanum Smile

Ástríkur stóð sko alveg fyrir sínu og við mæðginin skemmtum okkur konunglega í bíóinu Smile

Áfram með náttúrufræðina ....... Sí jú leiter .......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það var alltaf svo jákvætt sem hún Pollyanna sagði eigðu góða sunnudag Anna mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 10.2.2008 kl. 10:54

2 Smámynd: www.zordis.com

Skil vel að þú sért fegin að komast í vinnuna á ný eftir að hafa staðið af þér veikinda pakkann.  Gott að litla krúttið er frísk og að familían sé svona ánægð með þig.

Ekkert eins gott en að finna hversu elskuð kona er!  Ertu í ummmönnunarnámi?  Njóttu dagsins.

www.zordis.com, 10.2.2008 kl. 11:14

3 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

gott að skvísan er að hressast,þá er þetta nú allt að koma hjá okkur..og já...það verður gott að komast í vinnuna aftur

Agnes Ólöf Thorarensen, 10.2.2008 kl. 12:15

4 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Glæsilegt að þú ert komin til vinnu. Og að litla sé orðin hress. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 10.2.2008 kl. 17:34

5 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Maður finnur það vel hvað vinnan gefur mikið, þegar maður hefur enga vinnu.

Njóttu þín Anna mín og ég bið að heilsa heim til þín 

Kolbrún Jónsdóttir, 10.2.2008 kl. 19:31

6 Smámynd: Anna Gísladóttir

Já Zordis, ég stefni á sjúkraliðann

Anna Gísladóttir, 10.2.2008 kl. 20:52

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Er gaman að gúgla ? hahaha
Gott að allir séu hressir...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.2.2008 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband