Allt í gangi og jólin nálgast eins og óð fluga !
4.12.2007 | 09:03
Samkvæmt útreikningum systra minna, sem eru btw úber góðar í að reikna, þá eru 98 dagar þar til að við systurnar ásamt, mömmu, mágkonu okkar, frænku, vinkonu, fyrrverandi mágkonu okkar systra og fyrrv. tengdó (minni sko) förum til LONDON Ekki seinna vænna að fara að telja niður
Eins og áður hefur komið fram þá er brjálað að gera hjá mér. Það er nú samt farið að sjá fyrir endann á því þar sem að prófin eru framundan og mér finnst eiginlega jólin meigi bara koma um leið og prófin eru búin því að undirbúningur jólanna er vel á veg kominn hjá mér Ég er búin að skila öllum verkefnum og búin að fá einkunnir fyrir þau flest. Ekki man ég hvort að ég hef náð að monta mig eða kvarta yfir þeim öllum en ég bara verð að monta mig yfir þeirri sem ég fékk í gær. Ég held reyndar að ég hafi bloggað hérna einu sinni um slæma tilfinningu mína fyrir þessu verkefni og kviðið þvi mikið að ég fengi nún ekki gott fyrir það ...... EN í gær fékk ég s.s. einkunina fyrir sálfræðirannsóknina mína á eigin skammtímaminni og ég fékk 9,2 fyrir hana !
Svo er ég loksins búin að fá niðurstöður fyrir 4 verkfeni sem að ég vann í heilbrigðisfræði á önninni og þar eru ein 10 og þrjú 9
Nú er bara að halda áfram að lesa undir sálfræðiprófið sem að er á fimmtudaginn. Ég tók nefnilega próf á netinu (algerlega óundirbúin) í sálfræðinni og fékk 4 Þetta má ekki gerast aftur .......
Athugasemdir
hæhæ og takk fyrir síðast. held að þú megir monta þig f þessum eingunum, þær eru stórglæsilegar
Brynhildur (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 12:35
Vá en flottar einkunnir, þú mátt sko vera stolt af sjálfri þér....
Ragnheiður , 4.12.2007 kl. 12:52
Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.12.2007 kl. 16:18
Frábær árangur, þú mátt sko vera ánægð með þig núna (eins og ávallt svosem ;o))
Gerða Kristjáns, 4.12.2007 kl. 20:29
Þú ert sko bara snilli.... þú veist að snillingar fá líka stundum lágar einkunnir... ég amk vinn hörðum höndum að því að telja sjálfri mér trú um það í dag!
Graphics for Good Night Comments
bara aðeins að fikta um leið og ég kommenta...
Rannveig Lena Gísladóttir, 5.12.2007 kl. 22:38
Hæ hæ, frábært hjá þér!! Auðvitað á þér eftir að takast þetta með pompi og prakt. Ekki seinna en vænna að telja niður fyrir Lundúna ferð. Svei mér þá að þið farið ekki bara að pakka niður líka....hafið þið farið í skipulagsfræði í Háskólanum? Hafðu það gott og gangi þér vel.
Guðmundur Þór Jónsson, 6.12.2007 kl. 00:05
Flottar einkunnir gangi þér allt í haginn.
Kristín Katla Árnadóttir, 6.12.2007 kl. 11:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.