Eru jólin ekki alveg að koma ?

istockphoto_447999_santa_clauseJúbb, fyrsta sönnun þess rann upp hjá mér í kvöld en þá fórum við Óli út að borða með stórum hópi vinafólks á jólahlaðborð í Skíðaskálanum í Hveradölum Smile  Alveg frábær matur og skemmtilegt kvöld fyrir utan einn smá galla ..... en það var að vegna veðurs úti fyrir þá var alveg skítakuldi í salnum þar sem við vorum Pouty  Við vorum með þeim fyrstu í salinn og hélt ég að þetta væri nú bara svona til að byrja með en ónei ...... húsið hélt hreinlega ekki vindi þannig að eftir því sem að hvessti úti varð kaldara inni.  Fljótlega eftir að við renndum niður eftirréttinum yfirgáfum við staðinn.  Slatti af liðinu fór austur fyrir fjall í partý, sumir fóru heim til sín í bæinn og ég dreif mig í vinnuna Smile

Á vefflakki mínu áðan rakst ég á eftirfarandi sögu.  Ég las hana fyrir nokkrum árum síðan en mér finnst hún alltaf jafn góð .....

Velkomin til Hollands
eftir  EMILY PEARL KINGSLEY
Ég hef oft verið beðin um að lýsa því hvernig það er að ala upp fatlað barn, til þess að fólk sem hefur ekki notið þessarar sérstæðu reynslu geti skilið og ímyndað sér hvernig tilfinning það er.
Það er eins og...

Þegar þú átt von á barni er það eins og að skipuleggja dásamlegt ferðalag, t.d. til Ítalíu. Þú kaupir fullt af leiðsögubókum og skipuleggur frábærar ferðir. Til Colosseum-safnsins, sjá Davíð Michelangelos og gondólana í Feneyjum. Þú lærir jafnvel nokkrar setningar í ítölsku. Þetta er allt mjög spennandi.
Eftir að hafa beðið spennt í marga mánuði rennur dagurinn loksins upp. Þú pakkar niður og leggur af stað. Eftir nokkurra klukkustunda flug lendir vélin. Flugfreyjan kemur inn og segir: "Velkomin til Hollands."
"Hollands?!?" segir þú. "Hvað meinar þú með Holland? Ég ætlaði að fara til Ítalíu! Ég á að vera á Ítalíu. Alla ævi hefur mig dreymt um að fara til Ítalíu."
En það hefur orðið breyting á flugáætlun. Flugvélin er lent í Hollandi og þar verður þú að vera.
Mestu máli skiptir þó að þeir hafa ekki flogið með þig á hræðilegan, viðbjóðslegan, skítugan stað fullan af meindýrum, hungri og sjúkdómum. Þú ert bara annars staðar en þú ætlaðir þér í upphafi.
Þú verður því að fara út og kaupa nýjar leiðsögubækur og læra nýtt tungumál. Þú kemur til með að hitta hóp af fólki sem þú hefðir annars aldrei hitt.
En þetta er bara annar staður. Allt gerist miklu hægar en á Ítalíu og hér er ekki eins töfrandi og á Ítalíu. Þegar þú hefur náð andanum, staldrað við um stund og litið í kringum þig, ferðu að taka eftir því að í Hollandi eru vindmyllur... og í Hollandi eru túlípanar. Holland getur jafnvel státað af Rembrandt.
Allir sem þú þekkir eru uppteknir við að koma og fara frá Ítalíu... og þeir eru allir að monta sig af því hversu góðar stundir þeir áttu þar. Alla ævi átt þú eftir að segja: "Já, það var þangað sem ég ætlaði að fara, það var þangað sem ég var búin að ákveða að fara."
Sársaukinn mun aldrei, aldrei hverfa, því missir draumsins sem ekki rættist er mikill.
En... ef þú eyðir allri ævinni í að syrgja að þú fórst ekki til Ítalíu nærð þú aldrei að njóta þeirra sérstöku, yndislegu hluta, sem Holland hefur upp á að bjóða.

Íslensk þýðing: Indriði Björnsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fjóla Æ.

Langar þig kannski líka til mömmu þinnar eins og mér langar til minnar?

Fjóla Æ., 18.11.2007 kl. 09:06

2 Smámynd: Anna Gísladóttir

Jú Fjóla ég væri sko alveg til í að vera þarna með þeim

Anna Gísladóttir, 18.11.2007 kl. 20:12

3 identicon

Ég veit ekki með ykkur en ég væri alveg til í að jólin væru eftir 1 viku eða svo

Brynhildur (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband