Enn á ný nota ég vinnutímann til að blogga. Þetta er svo ósköp þægilegt að blogga svolítið þegar rólegt er að gera og ég nenni ekki að læra eða tek mér pásu frá lærdómnum. Af náminu er það að frétta að núna nýlega fékk ég niðurstöðu úr þriðja skilaverkefninu í sálfræði og ég fékk 9,2 fyrir það. Nú á ég bara eftir að fá einkunn fyrir síðasta skilaverkefnið í sálfræði en það var rannsóknarskýrla sem ég gerði eftir að hafa rannsakað eigið skammtímaminni. Ég bíst við því að fá þá einkunn eftir ca. 1 viku eða svo. Ég er samt svolítð hrædd um að einkun fyrir skýrsluna verði ekki jafn góð og fyrir síðasta verkefni því þetta er frumraun mín í svona skýrslugerð. Ég held að ég verði bara voða glöð ef að ég fæ yfir 6,0. Í heilbrigðisfræði er ég búin að skila 2 verkefnum en kennarinn er bara búin að skila einni einkunn og það er fyrir seinna verkefnið sem að ég skilaði. Svolítið skrítið að hún skuli ekki fara fyrst yfir fyrsta skilaverkefnið ...... en allavega þá fékk ég 9,0 fyrir seinna verkefnið og er ég bara voða sátt við það. Námskeiðið sem ég er búin að vera á í umönnun aldraðra er alveg að verða búið. Bara morgundagurinn og svo þrjú skipti í næstu viku eftir. Svo er bara að reyna að taka Fagnámskeið II í umönnun eftir áramót til að fá þriggja launaflokka hækkunina sem maður fær þegar þessum 2 námskeiðum er lokið. Ef ég tek ekki seinna námskeiðið eftir áramót verð ég að bíða með það í 1 ár og ég er ekki til í það. Best að ljúka þessu bara af. Á mánudaginn fór ég til tannlæknis og lúllaði aðeins þar meðan að tannsi kláraði að loka tönn sem hann hefur verið að dunda sér við að rótfylla. Þegar ég var búin hjá tannsa skrapp ég í heimsókn til Brynhildar vinkonu minnar og fékk loksins að sjá litlu dóttur hennar með eigin augum. Ég er búin að sjá fullt af myndum af henni en fékk loksins núna að hitta litlu hetjuna. Þessi litla dúlla er sko sannkölluð hetja þvi hún á í raun ekki að vera fædd ennþá því að hún átti að fæðast 17. nóvember en fæddist 29. ágúst. Þann 1. desember verður stúlkan skírð og mamma hennar bað mig um að sjá um að mynda athöfnina og það var sko auðsótt mál. Enda er ég komin með nýja myndavél og 2 nýjar linsur og rosa spennt að prófa nýju græjuna í svona töku. Hérna fyrir ofan má svo sjá mynd sem að Brynhildur tók af okkur, mér og litlu hetjunni. Kannsi rangnefni að segja "litlu" því að sú stutta er orðin rúmlega 3.800 grömm. Hér er svo mynd af hetjunni:
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:04 | Facebook
«
Síðasta færsla
|
Næsta færsla
»
Athugasemdir
Hæ hæ og takk fyrir heimsóknina. Bara með smávægilega leiðréttingu hún er orðin rúm 3800 grömm.
Brynhildur (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 14:04
Ég er búin að lagfæra villuna ...... svona getur minnið svikiið mann
Anna Gísladóttir, 15.11.2007 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.