Kominn mánudagur og bara 10 dagar í brottför til Boston !
8.10.2007 | 09:22
Sporðdreki: Þig dreymir dagdrauma þegar þú getur, svo þú getur einbeitt þér þess á milli. Framkvæmdasemi er blanda af frelsi og skipulagningu.
Skyldi eitthvað vera til í þessari stjörnuspá minni ? Það er sko hverju orði sannara að mig dreymir dagdrauma þessa dagana. Svo mikið framundan hjá mér og margt annað sem mig langar mikið til að gera. Annars ætti ég alls ekki að kvarta því það eru ansi margir dagdraumar mínir að rætast En til þess að láta suma drauma rætast verður maður stundum að færa fórnir og í dag ætla ég að færa eina stóra fórn. En það er að selja mótorhjólið mitt
Á myndinni er Sigurjón Stefán að máta hjólið mitt núna í sumar. Það er víst ekki bæði sleppt og haldið og þar sem að áhugamálin eru orðin 2 og bæði kosta mikinn pening ákvað ég að velja á milli og í þessu vali varð hjólið undir. Þetta er búið að eiga sér svolítinn aðdraganda en í dag kemur stelpan sem kaupir hjólið og sækir það. EN þá hef ég líka minna samviskubit yfir því að kaupa mér myndavél og 2 nýjar linsur þegar ég fer til Boston
Já svona er lífið !
Athugasemdir
Það verður gaman hjá þér í Boston og láttu drauma þína rætast
Kristín Katla Árnadóttir, 8.10.2007 kl. 10:19
Já, það verður víst ekki bæði sleppt og haldið. Þú getur alltaf keypt annað hjól !!!! en Boston ferð er nú bara einu sinni á ári ( ekki þetta árið hjá sumum, snökt, snökt ) Vildi nú alveg kíkja pínu í Target !!!!
Góða ferð, skemmtun og hagstæð kaup.
Nöfnu kveðjur úr Mosó.
Anna Rudolfs (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.