Helgin alveg að koma og ég er á leiðinni í sveitina mína !
14.9.2007 | 01:45
Já á morgun er loksins komið að því ...... Við erum að fara norður í sveitina mína. Síðustu skipti sem við höfum farið norður höfum við haldið til hjá pabba og mömmu á Blönduósi en núna ætlum við að vera hjá Árnýju systir í sveitinni
Þegar ég sagði Sigtryggi mínum frá því að við værum að fara ætlaði hann varla að trúa mér hann var svo glaður
Sérstaklega þegar að ég sagði honum að við myndum gista í sveitinni. Ekki það að hann vilji ekki vera hjá afa og ömmu það er bara svo fast í þessari elsku að vilja helst bara vera í sveitinni sinni. Það verður rosalegt þegar að búið er að selja sveitina að segja sveitakarlinum honum Sigtryggi að við getum ekki farið þangað oftar
Spurning um að fara að undirbúa hann svo að sjokkið verið ekki alveg eins mikið þegar að þessu kemur.
Varðandi reiði mína í síðustu færslu þá er ég ásamt fleiri foreldrum að vinna í því að mótmæla þessum vinnubrögðum hjá velferðasviði Reykjavíkurborgar. Mín kenning er sú að þetta sé sparnaðarleið hjá Reykjavíkurborg. Þeir segja við okkur foreldrana að börnin eigi rétt á t.d. liðveislu en bara því miður þá fáist enginn í starfið ..... = þeir þurfa ekki að borga og svo þegar svona úrræði eins og Ragnhildur er að bjóða upp á koma þá segja þeir nei takk, svo þeir þurfi ekki að borga
En að öðru og miklu gleðilegra efni ..... Þann 12. september byrjaði ég í skólanum þ.e. ég fékk aðganginn minn inn í tölvukerfið sem námið fer fram í gegn um. Ég verð alveg að viðurkenna að ég fékk smá hnút í magann þegar að ég fór inn í kerfið og skoðaði fyrstu póstana frá kennurunum .......
En það er bara svona smá byrjunarskrekkur sem að á örugglega eftir að lagast. Það er jú svolítið síðan að ég var í skóla ........
Af krakkastóðinu mínu er allt gott að frétta Skólinn fer alveg ágætlega af stað hjá öllum strákunum mínum. Kristján Atli á reyndar svolítið erfitt með gelgjuna sem er að hellast yfir hann af miklum krafti. En það er eitthvað sem við hjálpumst öll við að takast á við.
AÐ lokum ein mynd af þeim systkinunum Kristjáni og Höllu Katrínu. Þau eru svo miklir vinir
Nokkrar nýjar myndir ...... Smellið bara á myndina hér fyrir neðan
Athugasemdir
Það er eðlilegt að fá smá hnút í magann yfir skólabyrjuninni... en þú átt alveg eftir að standa þig í þessu... eins og öllu hinu
Rannveig Lena Gísladóttir, 14.9.2007 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.