Nú er ég pirruð, reið, sár, svekkt ......
11.9.2007 | 23:45
Mikið djö.... er þetta búið að vera ömurlegur dagur að mörgu leyti !
Í morgun dreif ég mig í að tæma frystikistuna og afhríma hana með það fyrir augum að flytja hana svo út í skúr þegar því væri lokið. Ég sjænaði kistuskrattann allan að innan sem utan og í hádeginu kom Óli til að hjálpa mér með kistuna út í skúr og svona í gamni þá settum við hana í samband hérna inni svona til að prófa áður en við færum með hana út og viti menn ..... ($&U&%$$/ frystikistan gaf upp öndina ! ÓNÝT ! Ég sem var búin að eyða tíma í að gera hana svo fína
Í kvöld fór ég svo á fund með konunni sem hefur verið liðveisla fyrir Sigtrygg Einar s.l. vetur. (Sjá færsluna 27.8. s.l) Hún boðaði okkur foreldra "Reykjavíkurbarnanna" á fund til að kynna okkur niðurstöðu hennar baráttu við að ná samningi við Reykjavíkurborg. Í stuttu máli sagt var svarið: "Nei takk. Börn í Reykjavíkurborg hafa úr svo mörgum úrræðum að velja að við höfum ekkert að gera við þína þjónustu" Hvar í andsk.... eru þessi úrræði ???????
Ég er of reið til að skrifa meira um máli í bili .........
Athugasemdir
Bara kvitta fyrir mig, sjáumst um helgina.
Aðalbjörg Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 07:39
Skil vel að þú skulir vera reið og pirruð... útaf báðu
Rannveig Lena Gísladóttir, 12.9.2007 kl. 07:56
Vopnast gaddaskóm, allir foreldranir í einu og vaða inn til Villa borgarstjóra (ekki bíða eftir viðtali ) og fótrukka hann hvar þessi úrræði eru .... þið finnið þau ekki.
Mamma.......... (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 11:37
Já-a mömmu þína í þessu
Gerða Kristjáns, 12.9.2007 kl. 16:31
tek undir mömmu orð..... ég skalvera viðbót í támjónum skóm og leyfa þeim að finna fyrir því....
Árný Sesselja, 12.9.2007 kl. 17:58
Anna mín. Gott að helv... frystikistan "dó" hrein.
Fáðu fréttamann hjá Stöð2 með þér og fleiri foreldrum í þessari stöðu í heimsókn til Villa borgarstjóra. Gott að afhenda honum smá plagg með stórum stöfum og undirskriftum og fylgja þessu svo eftir .....
Ég skal með glöðu geði skrifa undir fyrst ! Og gaddaskór... það er fullt af fótboltaskóm með góðum göddum hér.
Kristín Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.