Helgin á enda runnin .... eða svona næstum því
2.9.2007 | 22:05
Eftir að hafa tekið aukakvöldvaktir miðvikudags- fimmtudags- og föstudagskvöld var gott að komast í frí með karlinum og krökkunum um helgina. Reyndar voru krakkarnir ekki allir heima því Kristján Atli er í Hólabergi þessa helgina og kemur heim á mánudaginn eftir að skóla lýkur. Eftir aukavaktina á föstudagskvöldið kom ég við í Laufrimanum og þá var Sigurjón minn ennþá vakandi og vildi auðvitað koma heim með mér. Ég lofaði honum að ég kæmi morguninn eftir að sækja hann sem og ég gerði. Ég var mætt heim til hans fyrir klukkan 10 að sækja hann Sigtryggur Einar kom með mér að sækja bróður sinn því hann ætlaði líka að þakka ömmu Gunnu fyrir dótið sem að hún sendi mig með heim á föstudagskvöldið. Gunna var nefnilega að koma heim frá Spáni og hún sendi mig heim með pakka handa okkur öllum Ekkert smá sætt af henni ! Ef þú lest þetta Gunna, ástarþakkir fyrir okkur
Á morgun rennur upp stóri dagurinn hjá Höllu Katrínu ...... Fyrsta skipti á leikskóla Mikið svakalega er tíminn fljótur að líða ! Mér finnst ekki vera komnir rúmlega 16 mánuðir síðan að Halla fæddist EN það eru samt 16 mánuðir og 7 dagar síðan að hún fæddist og hún er að fara að byrja á leikskóla
Helgin er búin að vera alveg ágæt. Við fórum í hádegismat til tengdó á laugardaginn og þar sem Sigurjón var með þá eldaði tengdamamma mjólkurgraut því að Sigurjóni þykir hann svo svakalega góður Eftir hádegið fórum við svo suður í Keflavík (eða á maður kannski að segja Reykjanesbæ ?) í heimsókn til Jökuls og co. Við gerðumst hörkutól og fórum með krakkahópinn út að labba í rigningunni og rokinu ! og fórum á smá "ljósanæturrölt" og í tívolí og svoleiðis Mjög gaman en alveg skítkalt og skelfilega blautt
Athugasemdir
Jebb... þetta var heldur blaut helgi. Sorry hvað ég hvarf á laugardaginn... ætlaði sko bara aðeins að hlýja mér undir sænginni og lesa... endaði á rúmlega tveggja tíma miðdegislúr
Rannveig Lena Gísladóttir, 3.9.2007 kl. 07:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.