31. ágúst 2007

candleÍ dag er afmælisdagur hennar Sellu ömmu heitinnar.  Hún hefði orðið 85 ára í dag.  

Ég hélt uppá daginn með því að láta verða af því sem ég er búin að vera með í maganum í laaaangan tíma en það er að fara í skóla Smile Ég fór í dag og hitti kennslustjóra sjúkraliðabrautar FÁ.  Ég fékk allt metið frá því í "gamla daga" og skráði mig svo í 3 áfanga í fjarnámi.  Ég skráði mig í HBF (heilbrigðisfræði) 103, NÁT (náttúrufræði) 103 og SÁL (sálfræði) 103.  Ég var reyndar búin að taka sálfræðiáfangann áður og fá 5.0 í einkunn EN þar sem að ég var ekki alveg með hugann við efnið á sínum tíma og heldur áhugalaus í þessum áfanga afþakkaði ég pent þegar kennslustjórinn bauð mér að fá þennan áfanga metinn.  Ég afþakkaði reyndar líka að láta meta einkunina 5.0 sem ég fékk í LOL 103, áhuginn þar á sínum tíma var eiginlega enginn þannig að ég ákvað að það væri best að taka þennan áfanga aftur líka.   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fjóla Æ.

Til hamingju með þetta. Veit að amma þín er mjög ánægð með þetta spor þitt.

Gangi þér vel.

Fjóla Æ., 1.9.2007 kl. 11:10

2 Smámynd: Gerða Kristjáns

Til hamingju með skrefið :)

Gerða Kristjáns, 1.9.2007 kl. 21:26

3 Smámynd: Ottó Einarsson

Til hamingju.

Ottó Einarsson, 2.9.2007 kl. 03:37

4 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Gott hjá þér að drífa í þessu :)  gangi þér vel í skólanum!

Rannveig Lena Gísladóttir, 2.9.2007 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband