31. ágúst 2007
31.8.2007 | 23:16
Í dag er afmælisdagur hennar Sellu ömmu heitinnar. Hún hefði orðið 85 ára í dag.
Ég hélt uppá daginn með því að láta verða af því sem ég er búin að vera með í maganum í laaaangan tíma en það er að fara í skóla Ég fór í dag og hitti kennslustjóra sjúkraliðabrautar FÁ. Ég fékk allt metið frá því í "gamla daga" og skráði mig svo í 3 áfanga í fjarnámi. Ég skráði mig í HBF (heilbrigðisfræði) 103, NÁT (náttúrufræði) 103 og SÁL (sálfræði) 103. Ég var reyndar búin að taka sálfræðiáfangann áður og fá 5.0 í einkunn EN þar sem að ég var ekki alveg með hugann við efnið á sínum tíma og heldur áhugalaus í þessum áfanga afþakkaði ég pent þegar kennslustjórinn bauð mér að fá þennan áfanga metinn. Ég afþakkaði reyndar líka að láta meta einkunina 5.0 sem ég fékk í LOL 103, áhuginn þar á sínum tíma var eiginlega enginn þannig að ég ákvað að það væri best að taka þennan áfanga aftur líka.
Athugasemdir
Til hamingju með þetta. Veit að amma þín er mjög ánægð með þetta spor þitt.
Gangi þér vel.
Fjóla Æ., 1.9.2007 kl. 11:10
Til hamingju með skrefið :)
Gerða Kristjáns, 1.9.2007 kl. 21:26
Til hamingju.
Ottó Einarsson, 2.9.2007 kl. 03:37
Gott hjá þér að drífa í þessu :) gangi þér vel í skólanum!
Rannveig Lena Gísladóttir, 2.9.2007 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.