Sitt lítið af hverju frá Bakkastöðum - sumt gott og annað ekki

Það er svo ótalmargt sem mig langar mikið til að tjá mig um þessa dagana en einhverra hluta vegna þá er ég haldin ritharðlífi þessa dagana.  Þetta verður tilraun til að losa um þessa miklu stíflu ........

Strákagullin mín eru byrjaðir í skólanum og eru bara mjög sáttir við lífið og tilveruna.  Þeir voru allir hjá pabba þeirra um helgina sem var ansi gott því að ég var að vinna alla helgina og því frekar lítilfjörlegt lífið á bænum á  meðan svo að ég gæti nú sofið á daginn. 
Á laugardaginn þegar ég hafði sofið nægju mína fórum við hjónakornin með Höllu heim til afa síns og ömmu og fórum svo niður í Kringlu að gera heiðarlega tilraun til að eyða svolítið af öllum gjafakortunum sem við fengum í brúðargjöf.  Þessi tilraun okkar tókst alveg með ágætum.  Við bættum alveg helling við í sparistellið okkar og fengum okkur svakalega fínt spari hnífaparasett í tösku.  Það er reyndar meira en hnífaparasett því það eru líka allskyns áhöld í töskunni líka, ausur, spaðar og svoleiðis trall Smile  Nú er bara að hóa saman í obbolítið matarboð og vígja græjurnar !

Í gær sagði Sigtryggur við mig: "Á þriðjudaginn kemur Ragnhildur að sækja mig í skólann".   Þessi Ragnhildur er fyrir þá sem ekki vita, kona sem tók Sigtrygg í liðveislu s.l. vetur.  Hann fór í fyrsta skipti til hennar í byrjun janúar á þessu ári.  Hann fór á hverjum þriðjudegi eftir skóla með Ragnhildi í hesthúsið og þar brallaði hann ýmislegt skemmtilegt í tæpa fjóra tíma.
Þegar Sigtryggur sagði þetta við mig er ekki laust við að ég fengi sting í hjartað og strax á eftir örlaði á reiði ...... Þetta frábæra starf sem þessi kona vann s.l. vetur sé ég fram á að verði mjög erfitt að fá núna í vetur.    Ragnhildur hefur verið að berjast við að koma almennilega á fót starfinu sem hún vinnur með börnunum í hesthúsinu.  Í þeirri baráttu hefur hún leitað til þeirra sveitarfélaga sem hafa notið þjónustu hennar.  Nú er svo komið að hún hefur gert þjónustusamning við öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu NEMA Reykjavík.  Reykjavíkurborg (félagsþjónustan) vill bara þiggja og þiggja en helst borga lítið eða ekki neitt fyrir þjónustuna.  Þessa dagana er hún að gera lokatilraun til að ná samningum og takist það ekki er alveg óvíst að Sigtryggur komist að hjá Ragnhildi í vetur.  Hún verður eðlilega að láta þau börn sem koma frá "samningsveitarfélögunum" ganga fyrir Frown  Hér er linkur á heimasíðuna hennar Ragnhildar fyrir þá sem vilja lesa um starfið hjá henni: Rífandi gangur ehf

EN að öðru skemmtilegri og jákvæðari fréttum af fjölskyldunni Smile  Ég var að vinna í nótt og lagði mig auðvitað um leið og ég kom heim í morgun.  Rétt fyrir klukkan 11 vaknaði ég við heimasímann en það var verið að hringja í mig frá leikskólanum hérna í götunni til að láta mig vita að Halla Katrín væri komin með pláss þar og hún mætti koma í aðlögun mánudaginn 3. september Grin  Algjör snilld, leikskólinn er í þarnæsta húsi í staðinn fyrir að þurfa að keyra henni til dagmömmunnar Smile

DSC05608
Verðandi leikskólastelpan Halla Katrín

Í dag ákvað ég að reyna verulega á samvinnu þeirra bræðra Kristjáns og Sigtryggs og leyfði þeim að hjóla saman út í sjoppu að kaupa sér ís.  Leiðin í sjoppuna er frekar löng þannig að þetta tók svolítinn tíma og það er ekki laust við að ég væri obbolítið stressuð meðan á þessari tilraun stóð Woundering  Tæpum klukkutíma eftir að þeir fóru birtust þeir rjóðir í kinnum og alsælir og sögðu að ísinn hefði verið ofsalega góður !

Well ! nóg komið í bili og ekki laust við að eitthvað hafi losnað um ritharðlífið ......... Best að koma sér í bólið ...... EN fyrst eru það kvöldverkin

zzteeth


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Duglegir bræður, þeir eru alltaf að þroskast meira og meira

Til lukku með leikskólastelpuna! Mér finnst þetta samt svo ótrúlegt, það er svo stutt síðan hún var að berjast fyrir lífinu á vökudeildinni þetta spons

Anna Málfríður (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 08:55

2 identicon

Mikið rétt, það er með ólíkindum hvað sveitarfélög/ríkið geta verið nísk þegar fatlaðir eiga í hlut, en það þarf ekki að spara þegar verið er að flengjast til Kína með "sendinefnd" eða einhverja ámóta vitleysu.  Settu upp gaddaskóna og bjóddu Villa að hoppa fast á tám hans, nú eða fara sjálfur með strákinn á hestbak einu sinni í viku og bytheway..... vera jafn góður við hann og Ragnhildur er.

amma, mamma,tengdó....... (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband