Back to school ......
23.8.2007 | 04:43
Í gær var skólasetning hjá strákunum mínum. Ég fór með stóru strákana í sinn skóla, Langholtsskóla og svei mér þá ef að þeir eru bara ekki spenntir fyrir því að skólinn sé að byrja. Þeim þykir jú ofsalega gott að hafa allt í reglu í kringum sig og skólinn er jú ekkert nema röð og regla
Sævar fór með minnsta stóra strákinn okkar svo í sinn skóla, Rimaskóla. Kristján Atli er að byrja fyrsta árið sitt í unglingadeildinni, kominn í 8. bekk ! Krílið mitt er bara orðinn unglingur með gelgju á háu stigi og öllu ! Sigtryggur Einar er að byrja í 6. bekk. Hann var mjög glaður þegar hann mætti í sérdeildina í gærmorgun, svo glaður að hann faðmaði næstum alla kennarana þegar þeir báðu um það um leið og þeir heilsuðu honum
Eins og þeir sem þekkja piltinn þá er hann ekki mikið fyrir að faðma fólk ......... Litla risastóra grjónið mitt hann Sigurjón Stefán er að byrja í 2. bekk
Mikið svakalega líður tíminn óhuggulega hratt !
Svona til gamans þá er möguleiki að EF ég byggi í Springfield og væri "Simpsons" þá myndi ég mögulega líta svona út:
Ef þig langar að vita hvernig þú litir út ef þú værir Simpsons þá er það hægt hér: "Simpsonizeme.com"
Athugasemdir
Gott að þeir hafi verið spentir. :9)
Kolla, 24.8.2007 kl. 17:21
Þetta líður hræðilega hratt......Þorsteinn kominn í 5. bekk og Matthías fer að byrja í skólahóp í leikskólanum !!! Byrjar í skóla næsta haust !!! Fjúfffff
Gerða Kristjáns, 24.8.2007 kl. 22:52
hvar er myndaalbúmið þitt eiginlega statt stelpa...........
mamma (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.