Mistök - Hvað gerir maður þegar manni verður á og gerir mistök ?
17.8.2007 | 03:52
Ég veit ekki með aðra en ég reyni yfirleitt af fremsta megni að bæta fyrir þau mistök sem ég geri og læra af þeim þannig að ég geri ekki sömu mistökin aftur.
Í dag fékk ég símtal frá launadeildinni á Hrafnistu. Það var verið að hringja út af skattakröfu sem þeir voru með í höndum eftir álagningarseðlarnir voru gefnir út um síðustu mánaðarmót. Ég kannaðist við málið og sagði þeim jafnframt að þetta væru mistök sem ég væri að vinna í að leiðrétta. Ég hafði fengið álagningu sem útskýrð var á álagningarseðlinum að væri tilkomin vegna þess að framtalið okkar hjónanna hefði ekki borist. Ég hafði samband við endurskoðandann okkar strax og þetta kom í ljós um s.l. mánaðarmót og hann sagði þetta vera mistök hjá skattinum, því hann hefði kvittun í höndunum sem segði að framtalið okkar hefði farið á réttum tíma. Þetta yrði leiðrétt núna í ágústmánuði og ég þyrfti ekkert að hafa áhyggjur af þessu. Þar með var endurskoðandinn svo farinn í sumarfrí.
Konan sem hringdi sagði mér eins og ég vissi alveg að hún mætti ekki taka mín orð fyrir þessu og láta kröfuna falla niður heldur yrði hún að fá bréf frá tollstjóranum þess efnis. Þetta skildi ég alveg þar sem ég smá reynslu í þessum málum frá því að ég vann hjá Særúnu á sínum tíma.
Af fenginni reynslu af skattinum ákvað ég að fara strax í málið og fá staðfestingu hjá tollstjóra þannig að launin mín færu nú ekki öll í þessa skattakröfu.
Ég byrjaði á því að hringja í tollstjóraembættið og fékk þar þau svör að ég yrði að tala fyrst við skattmann og fá bráðabirgðaútreikning á skýrslunni og svo gæti ég talað við tollstjóra og fengið frestun á kröfunni. Ég hringdi því í skattstjóra og spurðist fyrir um þetta og jú jú ég varð að koma fyrst til þeirra. Ég spurði í leiðinni út í þessi "meintu mistök" sem urðu til þess að við fengum þessa álagningu og þegar að svarið við því kom varð ég brjál* /$#&#"#"Y%#$&$##&$## ! Mistökin lágu nefnilega ekki á borði skattstjóra heldur hjá endurskoðandanum. Hann hafði klúðrað frestlistunum hjá sér þannig að við vorum ekki á þeim lista og hann skilaði ekki framtalinu okkar fyrr en 25. maí ! Ég fór auðvitað af stað niður í bæ til að ganga frá þessu og fá meiri skýringar. Og til að gera langa sögu stutta þá fékk ég jú frestun á kröfunni (þar til að endanlegur álagningarseðill liggur fyrir) Ég fékk líka að sjá og heyra ýmislegt sem leiddi það endanlega í ljós að endurskoðandinn okkar hafði ekki verið að vinna vinnuna sína almennilega og til að breiða yfir eigin mistök reyndi hann að kenna skattstjóranum um !
Maður verður oft að sætta sig við að flesir eru mannlegir og geta gert mistök og það er svo sem allt í lagi en ég á rosalega erfitt með að þola þegar það er logið að mér til að breiða yfir mistök.
*Anda inn - anda róóóóóólega út* endurtakist frá * - * eins oft og þurfa þykir !
Athugasemdir
Reka aulann !!!
Eða setja á hann þumalskrúfurnar (eða setja þær á aðra staði svo hann geti pikkað á tölvuna) og láta hann ekki komast upp með svona...
Auðvelt að segja þegar maður stendur til hliðar og horfir á...
En ég skil vel þetta með að þola ekki lygi,... ekkert eins vont :(
Sif (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 07:03
reka helv manninn bara með de samme.....
Árný Sesselja, 17.8.2007 kl. 08:18
Mér fannst nú fáránlegast þetta klúður með nafnið á því sem að drengirnir glíma við. Mundu bara að pikka í mig tímanlega fyrir næsta ár... eins gott að hafa nafnið á frestlista :)
Rannveig Lena Gísladóttir, 17.8.2007 kl. 09:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.