Skyldi sumarið vera búið ?

Þegar ég horfi út um gluggann virðist mér það vera búið en dagatalið er ekki sammála mér.  Það er bara 9. ágúst ennþá ..... Kannski er ég bara þreytt og svartsýn ? Woundering  Mér finnst sumarið alveg yndislegt og ég byrja strax að hausti að hlakka til næsta sumars.  Oft eru sumrin samt mikið púsluspil á mínu heimili, púsluspil sem verða að stórum skemmtilegum myndum í minningunni Smile  Stærsta mynd þessa sumars verður án efa vikurnar 2 sem við Óli eyddum á flakki með ormana okkar 4 Grin  Stórskemmtilegur, svolítið erfiður en alveg frábær tími. 
Kannsi finnst mér bara sumarið vera búið af því ég er farin að vinna aftur eftir sumarfrí .......  Það er samt ekkert svo slæmt þegar sumarið verður búið ...... Þá kemst meiri regla á alla hluti og lífið kemst í fastar skorður aftur og þá getur maður líka farið að hlakka til NÆSTA sumars Grin  Í dag verður líka gengið frá pöntun á sumarhúsi í Danmörku fyrir næsta sumar en við stefnum á að fara þangað með alla ormana í hálfan mánuð næsta sumar Grin

Það ætla ég að vona að þetta sé eitthvað sem ég sé út um gluggann þegar ég fer á fætur í dag:

Smile%20sun


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haustinu fylgja góðir hlutir.  Eins og td meiri regla á hlutunum hjá manni, rökkrið og svo myrkrið, nýuppteknar kartöflur og ýmislegt fleira.  Mér hlakkar bara til vetrarins.  Honum fylgir nefnilega skólinn og allt það, jólin, kertatíminn og allt það...

Ég er miklu frekar haust/vetrar manneskja heldur en sumar. 

Vonandi hefur er sólin komin til ykkar...

Lena (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband