Þema dagsins er "skápatiltekt" !

Þegar liðið mitt bæði stórt og smátt var farið í vinnu og skóla í morgun ákvað ég að sleppa endurnæringarviðbótarlúrnum sem ég tek stundum á morgnana og hella mér í tiltekt á heimilinu !  (Veitti sko ekki af!)  Efst á forgangslistanum urðu fataskáparnir og þá fremstur í þeirri röð forstofuskápurinn.  Þar var ástandið orðið svo slæmt að maður varð eiginlega að troða inn í'ann og skella á eftir því og fá svo allt draslið í feisið næst þegar var opnað.  Þessi mikla skápatiltekt endaði með sorpuferð með tvo stóra poka fulla af fötum sem fóru í Rauða kross gám.  Skelfing er það skrítið hvað það er erfitt að henda jafnóðum ..... alltaf heitir maður því að henda jafnóðum en gerir svo alltaf sömu vitleysuna ..... safna drasli þar til allt er komið í óefni og taka þá trylling ! *dæs*
Þegar skápatiltektartryllingurinn var búinn tók ég mér til og smellti mér í lit og plokkun og svei mér þá ég er hætt að líta út eins og ég sé búin að vera með flensuna í mánuð eða meira Grin  Ég er actually komin með andlit .... eða eins og frænka mín orðaði það svo smekklega þá er þetta víst að fara í framköllun Smile

Over and out ....
~Anna~ komin með andlit aftur Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árný Sesselja

velkomin í heim okkar með andlitanna

Árný Sesselja, 9.5.2007 kl. 21:43

2 Smámynd: Gerða Kristjáns

Ég þarf einmitt að fara í framköllun.......er orðin meira svona útí svart/hvítt.......blönduðu saman sko

Gerða Kristjáns, 10.5.2007 kl. 00:45

3 Smámynd: www.zordis.com

Nauðsyn að dedúa aðeins við sig!  Var að skerpa háralitinn og endurnærði húðina með Blue Lagoon andlitsmaska!

Ég er alveg ferleg þegar ég byrja í skápahreinsun, því það fer allt á hvolf hjá mér og mun betra pláss á eftir .... dugnaðarforkur! 

www.zordis.com, 12.5.2007 kl. 10:17

4 identicon

Geggjað að taka til í skápum þegar enginn er heima að stoppa mann þegar maður vill henda einhverju :D:D

Knús úr Hveró... 

Ingunn H (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband