Ár síðan .....

Núna í kvöld er ár síðan að ég varð fyrir verstu upplifun í lífi mínu.  Eins og margir vita þá fæddist dóttir mín hún Halla Katrín þann 25. apríl 2006.  Hún fæddist 10 vikum fyrir tímann og var 1.476 grömm (tæpar 6 merkur) og 41 cm við fæðingu sem er reyndar stórt miðað við meðgöngulengd.  Það sem færri vita er að u.þ.b. sólarhring eftir að hún fæddist gafst hún upp og fór í öndunarstopp.  Þegar hún fæddist var hún með mikla sýkingu í sínum agnarsmá kropp.  Sýkingu sem hún fékk frá mér því að eftir að ég missti vatnið var fæðing stöðvuð svo að hægt væri að gefa mér sterasprautur til að hjálpa upp á lungnaþroska fóstursins.  Halla litla var búin að vera mjög óvær og leið mjög illa allan fyrsta dag líf síns.  Ég og Óli vorum eins mikið hjá henni og við gátum og sáum auðvitað að henni leið mjög illa og að hún var mikið veik.  Þegar ég fór inn sængurkvennagang að sofa leið mér mjög illa og ekki skánaði það þegar Óli kvaddi mig og fór heim.  Ég talaði við hann í síma stuttu eftir að hann kom heim og ákvað þegar ég hafði talað við hann að klæða mig og fara til Höllu Katrínar og sitja hjá henni.  Þegar ég kem inn á gjörgæsluna sé ég 3 standa við kassann hennar og heyri eina hjúkkuna segja: "komdu með minni grímu, þessi er of stór".  Strax á eftir sér hjúkkan mig og segir: "þú verður að fara fram".  Í því kemur Helga sjúkraliði og leiðir mig fram.  Þarna áttaði ég mig strax á að það var ekki allt í lagi.  Hún hafði gefist upp á að anda litla skinnið og ég kom akkúrat þegar var verið að blása í hana.  Ég hringdi strax í Óla og hann kom niður á spítala til mín.  Helga sat svolitla stund hjá mér og útskýrði það sem var í gangi og hélt utan um mig og stappaði í mig stálinu.  Halla var sett á öndunarvél sem hjálpaði henni yfir versta hjalla sýkingarinnar.  Þegar við fengumst til að fara frá Höllu um nóttina var okkur boðið herbergi á sængurkvennadeildinni þar sem að Óli mátti vera hjá mér yfir nóttina. 
Rúmum sólarhring seinna fór Halla að skána og sýkingin að dvína og þann 28. apríl var hún orðin það góð að hún var tekin úr öndunarvélinni og sett á C-PAP öndunaraðstoð. 
Síðan þá hefur leiðin bara legið upp á við finnst mér Smile  og nú er þetta litla kríli orðið 1 árs og komin með 2 tennur Grin  Tönn númer 2 fann ég í dag ......

IMG_9666

Litla stírið hún Halla á afmælisdaginn sinn Grin

Nýjar myndir !

~Anna~


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Ég fékk hroll að lesa Yndisleg ljúfa sem þú átt!  Halla Katrín, sterkt og hetjulegt kvennmannsnafn.  Til hamingju með yndisfríð prakkarastelpu!

www.zordis.com, 27.4.2007 kl. 18:32

2 identicon

Duglega stelpan hennar ömmu...

amma Halla (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 04:20

3 Smámynd: Kolla

Þetta hefur verið erfiður tími hjá ykkur. Til hamingju með krúttið

Kolla, 28.4.2007 kl. 09:29

4 Smámynd: Halla Rós

Vá enn hvað hún er mikil hetja hún Halla Katrín og fallegt nafn  Til hamingju með snúlluna

Halla Rós, 28.4.2007 kl. 11:21

5 Smámynd: Gerða Kristjáns

Ofsalega gaman að hitta ykkur í dag

Gerða Kristjáns, 28.4.2007 kl. 23:29

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mikið er hún sæt og rosalega hefur þetta verið erfitt hjá ykkur fyrir ári. Gott að hún var þrjósk og ákvað að hafa þetta af, snúllan litla!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.4.2007 kl. 23:40

7 identicon

Til hamingju með stelpuna, ég dáist af ykkur öllum, og get ekki hugsað mér hvernig það er að lenda í svona aðstæðum. Minn 14 ára sem á líka afmæli þann 25. apríl er líka svona sterkur og úrræðagott barn, gangi ykkur allt í haginn og gleðilegt sumar.

p.s. voða er hún Anna flínk að prjóna...

disa systir önnu m (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 13:49

8 Smámynd: www.zordis.com

  Afmæliskoss .......

www.zordis.com, 2.5.2007 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband