Mikið vildi ég .....

að ég gæti vitað hvað mið-sonur minn er að hugsa.  Það er svo oft sem hann gerir hluti sem maður bara skilur hvori upp né niður í ...... maður stendur hreinlega á gati, meira að segja MJÖG stóru gati !  Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er umræddur sonur minn einhverfur.

Í gær ætlaði ég að sýna honum myndir af honum sjálfum og ferfættum vinum hans.  Reyndar eru 2 af 3 ferfættu vinunum látnir en ég hélt að ég fengi hann til að skoða og jafnvel tala um dýrin sem hann hélt svoooo mikið upp á.  EN hann stirnaði bara og harðneitaði að skoða myndirnar þegar að hann sá hvað myndefnið var.  Mikið vildi ég óska að ég vissi hvað hann hugsaði ..... og af hverju hann vildi ekki sjá myndirnar ..... Sumt fær maður bara aldrei að vita

Sýnishorn af myndunum:

ses_tinna

Sigtryggur Einar og Tinna

kisurnar_sofa

Búinn að búa um báðar kisurnar

kisi_tussadur

Ætli kisi yrði ekki fallegur í bláum lit ?

Meira síðar .......
~Anna~


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerða Kristjáns

Það er ekki gott að segja hvað börnin hugsa.......kannski er bara eins gott að maður viti það ekki, ekki vildi ég að þeir vissu alltaf hvað ég er að hugsa

Gerða Kristjáns, 15.3.2007 kl. 08:17

2 Smámynd: www.zordis.com

Elsku litlu englarnir okkar!  Lítil manneskja heill heimur

www.zordis.com, 15.3.2007 kl. 08:29

3 Smámynd: Kolla

Það er ekki auðvelt að vita né skinja hvað sé í gangi inn í kollinum á börnum stundum, þau hugsa um svo mikið skrítið.

En ég er með eina kenningu. Getur verið að hann hafi fattað að þú værir að reyna að sína honum myndirnar af dýronum og að hann hafi ekki viljað rifja upp sorgina?

Bestu kveðjur

Kolla 

Kolla, 15.3.2007 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband