Breiðara bros - þynnra veski

Já núna er auðveldara fyrir undirritaða að brosa breytt Grin  Ljóta stóra tönnin mín er horfin og ný og miklu betri komin í hennar stað.  En það er sko ekki gefins að fá sér nýja tönn Shocking  Fyrir þessa annars ágætu tönn þurfti ég að borga heilar 75 þúsund krónur !  En hvað gerir maður ekki fyrir fallegra bros Wink 
Annars byrjaði sagan af ljótu tönninni fyrir mörgum árum síðan ....... Þegar ég var bara krakkakríli og bjó á Blönduósi með foreldrum mínum og systrum.  Já það eru svo mörg ár síðan að kæri bróðir var bara ekki fæddur.  Sagan byrjar á því að ég verð fyrir því óláni að detta svona snyrtilega á andlitið að ég skildi aðra barnaframtönnina í efri góm eftir pikkfasta í forláta tekk-símaborði foreldra minna.  Það verður að taka það fram að á þessum árum var ég ansi völt á fótunum og það að ég færi á hausinn var nánast daglegt brauð skilst mér ......  Nema hvað tönnin mín varð eftir í borðinu með rót og öllu saman.  Eftir þónokkurn tíma lét fullorðinstönnin sjá sig og þá verulega skökk og ljót á lit.  Það varð til þess að á unglingsárum fékk ég svokallaða járnbrautarteina.  Í tannréttingaferlinu tók ég þá ákvörðun að fá mér postulínstönn í stað þessarar sem öll skellótt og skrítin á lit eftir fallið forðum.  Þar sem umrædd tönn hafði verið öðruvísi en hinar tennurnar til margra ára ákvað ég að hafa nýja postulínið obbolítið frábrugðið hinum tönnunum að lit.  En með árunum og samhliða miklum reykingum á tímabili jókst litamunurinn mikið og tannarskömmin fór að síga lítið eitt.  Fyrir skömmu síðan ákvað ég svo að láta þessa tönn fjúka og fá mér nýja og betri í hennar stað.  Þannig að nú er ég komin með framtönn sem sker sig nánast ekkert úr Grin

Þar til næst
~Anna~


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úúú, til lukku, ég hlakka til að sjá nýja brosið

Anna Málfríður (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 09:18

2 identicon

Til lukku með tönnina :)  Er ekki við hæfi að skella inn mynd ?

Gerða (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 18:17

3 identicon

til lukku með tönnina, alltaf kostur að hafa góðar tennur

 Kveðja Inda

Inda Björk (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband