Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

6 ár síðan .....

...... að tryggðartröllinu mínu var treyst fyrir mér Smile  og hann situr uppi með mig síðan ........

Ég á besta mann í heimi og elska hann alveg ofsalega mikið !

Já og í dag (tæknilegaséðsamtígær) á hún elsku frænka mín hún Sif 36 ára afmæli Wizard  En það var einmitt hún sem bað tryggðartröllið mitt um að passa upp á mig fyrir 6 árum ......

Elsku Sif ! Til hamingju með afmælið þitt !

 


Mamma, ég er á höndunum !

Á leiðinni út úr leikskólanum í dag sagði Halla litla við mig:  "mamma, ég er á höndunum !"

Ég leit við og sagði: "nei nei Halla mín, þú stendur á fótunum"

"Nei, mamma ég er á höndunum !" svaraði sú stutta frekar pirruð 

Ég horfði á hana og var farin að átta mig á að ég var eitthvað að misskilja barnið ....... 

"Halla mín, þú stendur á fótunum" sagði ég svo með ákaflega mikilli þolinmæði í röddinni með dass af efa um að svarið félli í kramið. 

"Mamma, ég er á höndunum alveg eins og þú !" sagði sú stutta og tók í hendina á mér.

Þá fattaði ég að hún var að meina að hún væri berhent Smile 

Segir maður ekki stundum við þessi kríli að þau séu á "tásunum" þegar þau eru berfætt ?


Helgin á enda runnin og unglingurinn minn að verða 15 ára !

Á föstudagskvöldið fengum við hjónin pössun og skelltum okkur í bíó að sjá Sólskinsdrenginn.  ÓMG (ó mæ god) hvað ég þarf að sjá hana aftur til að meðtaka betur.  Ég er svo heppin að vera búin að lofa henni mömmu minni að fara og sjá myndina með henni þegar hún kemur í bæinn eftir nokkra daga Smile

Fyrir akkúrat 15 árum síðan lá ég flöt á fæðingarbekk á sjúkrahúsinu á Blönduósi við að kreista frumburðinn í heiminn Pouty  Drengurinn lét mig hafa svolítið fyrir því að koma sér í heiminn og fæddist hann ekki fyrr en klukkan 02:35 um nóttina og á því tæknilega séð afmæli á morgun Smile  Um þetta leyti fyrir 15 árum var samt útséð með háralitinn á guttanum þó ekkert annað væri komið í ljós ....... 

Þessi mynd er svo tekin skömmu eftir klukkan 02:35 þann 12. janúar 1994:

kas_nyfaeddur

Á myndinni sjást vel afleiðingarnar af því að vita háralitinn svona lengi ...... en það lagaðist á rúmum sólarhring Smile  

Elsku Kristján Atli, innilega til hamingju með afmælið InLove


Sólskinsdrengurinn frumsýndur á morgun og ég er á leið í bíó !

Ég er mjööööög spennt að fara í bíó annað kvöld Happy 


Djö..... er ég heppin að vera hætt að reykja !

salem_lightsÍ fyrradag stóð ég í langri og leiðinlegri biðröð við þjónustuborð Hagkaups í Skeifunni.  Þegar ég kom í röðina voru ca. 7- 8 á undan mér.  Ég var ekki búin að bíða lengi og fylgjast með því sem fram fór við afgreiðsluborðið þegar mér varð ljóst að drengstaulinn sem var að afgreiða var alls ekki í akkorðsvinnu.  Hann hefur annaðhvort verið alveg húðlatur eða nýr í starfi miðað við hvað hann var lengi að öllu.   En þolinmæði er víst dyggð þannig að ég andaði mjög djúpt og hélt áfram að fylgjast með og góna í kringum mig.  Ég var orðin "nr. 3 í röðinni" þegar ég heyri þann sem var "nr. 1 í röðinni" fá afgreiðslu og hann var að biðja um 2 salem-pakka, í boxi ef þeir væru til.  Afgreiðsludrengstaulinn játaði því og tók upp karton af salem í boxi.  Mér fannst hann vera heila eilífð að ná plastinu utan af kartoninu en þegar að það loksins tókst hjá honum rétti hann manninum pakkana 2 og sagði: "1.330 krónur" Pouty 

Ég er yfirleitt frekar lengi að reikna í huganum en þetta dæmi tók ekki langan tíma 1.330 / 2 gera 665 !   Ekki veit ég hvað heyrðu margir í mér þegar ég missti út úr mér: "sjitt, pakkinn kostar 665 krónur!"   Ég fékk eiginlega verk í veskið fyrir mannsins hönd .......
Djöfull er ég heppin að fafa drullast til að hætta að reykja fyrir tæpum 6 árum síðan ......... 


Nýkomin að norðan og jólin alveg að verða búin

Bara einn dagur eftir af blessuðum jólum.  Ég er eiginlega fegin.  Ég er svo skrítin að mér finnst þau vera búin þegar nýársdagur er liðinn.  Eftir nýársdag fer jólaskrautið að fara í taugarnar á mér og ég get hreinlega ekki beðið eftir að slíta það niður !  Það verður sko gert á morgun (ef að mér gefst tími til þess þ.e.a.s.)  Það er reyndar ansi margt sem að ég ætla mér að gera á morgun og vonandi með góðum vilja og mikilli skipulagni gengur það allt saman upp. 

Fyrst og fremst ætla ég að fara í ræktina í fyrramálið og taka duglega á því !  Ekki veitir af eftir sukk og svínarí jólanna.  Hef reyndar ekki þyngst nema um rúmt kíló en þau eru örugglega 7 á sálinni og nennunni ...... Ég þarf líka að erinda slatta á morgun, fara í þrettándaveislu til tengdó og einhverntíman verð ég líka að leggja mig smávegis því að annað kvöld þarf ég að fara að vinna ......   Ég hlít að vinna einhverja leið út úr þessu.

Þegar þetta er skrifað þá eru 2 af 3 ungunum mínum nýsofnaðir.  Það ætlar að reynast þrautin þyngri að snúa öllu þ.á.m svefntíma, á réttan kjöl eftir jólin.  Ég taldi svo sem ekki en ég er viss um að dóttir mín kom 30 ferðir fram úr rúminu sínu núna í kvöld áður en hún loksins sofnaði rétt fyrir klukkan 23 !

Þegar ég var búin í vinnunni að morgni 2. janúar drifum við okkur norður á Blönduós með alla ungana okkar.  Komum aftur heim seinnipartinn í dag, þreytt eftir skemmtilega ferð.  Við heimsóttum sveitina okkar Steiná og áttum alveg yndislega stund þar.  Við heimsóttum Völu systir og co líka og áttum alveg stórskemmtilega stund þar (sem reyndar varð til þess að sunnudagurinn var eiginlega skelfilegur ........ I wonder why ?)  Síðast en ekki síst þá heimsóttum við pabba, mömmu og Árný systir en hjá þeim gistum við Smile  Elsku pabbi, mamma og Árný, takk kærlega fyrir okkur Heart


Höllurnar tvær í saumahorninu hjá þeirri eldri Smile

DSC07253
Kristján, Halla og Sigurjón í stofunni hjá ömmu og afa

DSC07264
Sigurjón og Sigtryggur að hafa það gott við að horfa á kvöldmynd


Halla Kata að syngja og dansa

Að lokum mynd sem að mamma fann í fórum sínum og gaf mér núna um helgina.  Þið megið bara giska hvaða krútt þetta er á myndinni Tounge

 


Bakkastaðaannállinn 2008

Gleðilegt ár kæru bloggvinir, vinir, ættingjar og aðrir sem að slæpast inn á þessa síðu Smile Hafið öll þökk fyrir innlit, comment og allt hitt á nýliðnu ári.
Síðasta ár var bæði viðburðaríkt og skemmtilegt hjá mér og minni fjölskyldu og ber þar hæst að frumburðurinn var fermdur í mars og svo í júlí fór öll fjölskyldan til Danmerkur í sumarhús.  

Stiklað á stóru yfir það herrans ár 2008:

Janúar: Áramótaheitið hjá frúnni var að hefja líkamsrækt taka upp nýja og betri lífshætti.  Ég stóð við heitið og keypti mér kort í World Class og byrjaði að æfa.    Til að fara nú almennilega af stað fékk ég mér (í félagi við aðra) einkaþjálfara.
Þann 12. janúar varð frumburðurinn minn hann Kristján Atli 14 ára. 
Þann 19. janúar fórum við í heimsókn í Skaftholt.  En það er sambýli fyrir fatlaða austur í Árnesi.  

Febrúar:  Febrúarmánuður gekk svo sem frekar tíðindalaust fyrir sig.  Flestir í fjölskyldunni fengu smá flensupest sem að tók sem betur fer ekki langan tíma.  Við skruppum norður á Blönduós í vetrarfríi strákanna og höfðum það gott þar í nokkra daga.  Stærstu fréttir mánaðarins voru nú samt að pabbi seldi sveitina okkar, Efri-Mýrar.  Salan fór fram í mánuðnum en afhending var áætluð í vor.

dsc00419 

Mars:  Stór mánuður þar.   Í byrjun marsmánaðar skrapp ég til London ásamt systrum mínum, mömmu, mágkonu og frænku og vinkonum.  Páskarnir komu um miðjan mánuðinn og á annan í páskum var svo frumburðurinn minn hann Kristján Atli fermdur.  Hann fermdist í Langholtskirkju ásamt nokkrum bekkjarfélögum sínum og stóð hann sig með stakri prýði allan fermingardaginn.  Það munaði nú samt litlu að illa færi með ferminguna því að nóttina fyrir stóra daginn veiktist ég og mamma líka.  Við fengum báðar alveg heiftarlega í magann en sem betur fer fór þetta allt saman vel.  Kristján var himinsæll með daginn og við foreldrarnir að rifna úr stolti af stráknum.Þann 30. mars varð svo grjónið mitt hann Sigurjón Stefán 8 ára. 

ferming009

Apríl:  Stærstu viðburðir aprílmánaðar voru án efa brúðkaup þeirra Jökuls og Oddnýjar.  Fámennt og alveg yndisleg athöfn með miklu fjöri þann daginn  
Þann 25. apríl varð svo stelpuskottið mitt hún Halla Katrín 2 ára

DSC06109

Maí:  Skólinn kláraðist hjá mér og endaði það með 7 í næringarfræði og 8,6 í siðfræði.

Júní:  Í byrjun júní fórum við vestur á firði og heimsóttum afa og ömmu á Þingeyri.  Við leigðum okkur ásamt Völu, Gumma og krökkunum "sumarbústað" sem er gamall sveitabær sem heitir Múli.  Alveg stórskemmtileg ferð sem að ég er alveg til í að endurtaka í vor.
Júnímánuður var tími undirbúnings fyrir ferðalagið okkar til Danmerkur.  Það er jú að mörgu að hyggja þegar maður skreppur í hálfan mánuð í sumarhús til DK með 6 manna fjölskyldu.

IMG_0961

Júlí:  Þann 4. júlí lögðum við í'ann til Danaveldis.  Í stuttu máli sagt þá var þetta alveg yndisleg ferð sem að við getum þakkað pabba mínum og mömmu mikið fyrir að heppnaðist svona vel því þau fóru með okkur og hjálpuðu okkur allan tímann.

Á meðan við vorum í Danmörku héldum við uppá 2 afmæli en þann 16. júlí varð pabbi minn ...... ári eldri  og þann 18.  varð hann Sigtryggur minn 12 ára Wizard

Ágúst:   Skólinn byrjaði á ný og alvaran tók við hjá stærri hluta fjölskyldunnar.  Strákarnir í sínum skólum og ég byrjaði í Mími símenntun á Félagsliðabrú.
Í byrjun mánaðarins tók ég ákvörðun (og stóð við'ana) að hætta að vera styrktaraðili World Class og byrja að nota kortið mitt (sem ég fékk mér í janúar muniði .......)  Helv... vigtin var farin að sýna 95 +

September:   Lífið gekk sinn vanagang .........

Október:   Kláraði þetta eina fag sem að ég tók í skólanum þessa önnina.  Það var félagsleg virkni og endaði hún með 8,5 Grin
Blessuð vigtin sýndi mér loksins tölu sem byrjaði á 7 (79,5 kg) Tounge

Nóvember:   Þann 10. nóvember varð ég 35 ára og í tilefni þess hélt ég obbolítið teyti þann 9. sem lukkaðist alveg með ágætum Smile

Desember:   Blessuð jólin með öllu því sem þeim fylgir .......

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband