Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Þar kom að því ......

... að hringingin sem að ég hef verið að bíða eftir kom.  Mamma mín hringdi í mig í dag og sagði mér að nú væri komið að því að það væri búið að selja sveitina mína.  Ja eða sveitina okkar ...... Þetta er svo sem búið að standa til ansi lengi en vegna ýmissa ástæðna hefur þetta dregist mikið og á tímabili hélt ég satt að segja að það yrði hreinlega ekkert af þessu.  Kannski hefur pínulítill hluti af mér óskað þess að ekkert yrði af þessu til að ég þyrfti ekki að takast á við það að sjá á eftir æskuheimilinu mínu í sveitinni í hendur ókunnra manna.  En nú er þetta staðreynd og mamma sagði að þau væru búin að skrifa undir og það væri ekki aftur snúið. 

Pabbi og mamma keyptu sveitina sumarið áður en ég varð 7 ára.  Ein af fyrstu minningum mínum á æfinni eru frá því að ég fékk að fara með pabba í sveitina og skoða.  Ég man sérstaklega eftir því þegar bóndinn sem þá átti sveitina labbaði með okkur í fjárhúsin.  Fyrir ofan þau var svo mikil drulla að  við urðum að ganga eftir löngum planka yfir drulluna til að komast inn. 

Í dag batt ég einn af síðustu hnútunum í fermingarundirbúningnum (púff þetta er langt orð....), ég pantaði fermingartertuna !  Ég kom við í ísbúðinni á leið minni á námskeiðið í dag og pantaði 40 manna ístertu.  Núna er bara eftir að kaupa skó á unglinginn og baka slatta ......

Já og alveg rétt það eru bara 14 dagar þar til að ég fer til London !


Bloggað í máli, myndum og myndbandi !

Þegar litla skottið fer í bað á kvöldin nota ég oft tímann til að þrífa vaskaborðið á baðherberginu, laga til í baðskápnum nú eða hreinsa á mér andlitið:

Ofsalega smart ekki satt ?

 

Börnunum mínum fannst þetta lúkk á mömmu sinni frekar fyndið Grin  Litla skottan var reyndar svolítið smeik fyrst en svo fannst henni þetta bara fyndið !

Staðan á bænum er þannig núna að miðjumaðurinn (miðsonurinn) er í Hólabergi þessa dagana.  Hann fór þangað eftir skóla í dag og kemur heim eftir skóla á fimmtudaginn. 

Þetta er krílin sem heima eru: 

DSC05966

Litla skottið hún Halla (bakvið húfuna) og unglingurinn Kristján Atli

Að lokum:
Ég heiti Halla og ég er LJÓN !


Leitin að betri heilsu

Djöfull getur það verið pirrandi að langa til að gera 100 hluti en geta ekki vegna vankunnáttu gert 20 % af þeim og hefur ekki orku í að gera 80 % Devil  Þannig líður mér einmitt núna.  Heilsan er samt á uppleið en mikið %()%&($%&$ er það að ganga hægt finnst mér.  Í morgun fór ég á stúfana í leit að töfralausnum við kvefi og annarri óáran sem er að hrjá mig.  Ég fór í Heilsuhúsið og skoðaði mig vel um.  Fljótlega kom til mín alveg yndælis manneskja og bauð fram aðstoð sína við að finna það sem ég var að leita að.  Það var nú svo sem ekki hlaupið að því þar sem að ég vissi eiginlega ekki að hverju ég var að leita, nema að það ætti að losa mig við þetta ógeð sem virðist vera fast í hausnum á mér.  Konan hélt nú að hún gæti nú sýnt mér og selt eitt og annað.  13EngiferÉg endaði á að kaupa Tea trea olíu og var aðeins að hugsa mig um þegar að hún bauð mér og mælti eindregið með engifersnafsi Pouty  Ég ákvað að prófa en mín fyrsta hugsun eftir að ég náði andanum eftir sjússinn var að hún væri að reyna að drepa mig.  Þvílíkt og annað eins ógeð hef ég aldrei á æfinni smakkað.  “Viltu vatnsglas ?” spurði aumingja konan þegar hún sá hvernig mér leið eftir sjússinn.  Ég þáði vatnsglasið og eftir smá stund var ég aftur orðin sannfærð um að ég mundi nú lifa þetta af og sennilega hefði þetta nú ekki verið tilræði ....... og fljótlega fann ég líka að mér létti töluvert í horkögglinum, hausnum á mér.  Þannig að eftir allt saman þá verð ég eiginlega að viðurkenna að þetta virkaði eins og konugreyið sagði upphaflega.  Ég er meira að segja að spögulera í að kaupa mér engiferrót og sjóða mitt eigið seyði, kannski ekki jafn sterkt og ég fékk í dag........

Þrátt fyrir mjög lélega heilsu lét ég verða af því að fara með unglinginn minn og verðandi fermingarbarn í fermingarfataleit.  Eins og kom fram hérna á blogginu mínu um daginn þá var ég orðin ákveðin í að leigja bara föt á prinsinn í stað þess að kaupa þau þannig að stefnan í dag var tekin á Brúðarkjólaleigu Katrínar.  Þarna fengum við alveg sérdeilisprýðilega þjónustu og fórum þaðan út hálftíma seinna búin að máta dressið og ganga frá pöntun Smile


Fullkomið líf / This is my life er víst málið ......

Sammála ?


Vikan búin og heilsan á uppleið

Jæja nú erum við pestargemlingarnir búin að vera rúmansólarhring á sýklalyfjum og miðað við það sem að doksi sagði í gær ættum við að vera hætt að smita á  morgun. 

 Eins og kom lauslega fram í pestarpistlinum hjá mér í gær þá er ég byrjuð á öðru námskeiði svipuðu því sem að ég var á fyrir áramót.  Þetta er í rauninni framhald af hinu námskeiðinu og heitir Fagnámskeið II í umönnun.  Þegar því er svo lokið skilst mér að ég fá alveg þriggja launaflokka hækkun í launaumslagið.  Launin hækka úr skítalaunum í aðeins minni skítalaun !  Ekki ónýtt það !

Well nenni ekki meir í þetta skiptið .....


Familytrip tú ðe doktor !

sickHeilsuleysinu á heimilinu er sko ekki lokið.  Fyrir nokkrum dögum var stelpustráið mitt með háan hita og þegar að hitinn lækkaði tók við mikill hor í stríðum straumi úr nefinu á henni og þegar horið fór að minnka fékk hún slæman hósta sem að hún er ennþá með.  Þetta ætlar held ég engan endi að taka, svei mér þá. 

Í gærkvöldi kom svo karlgreyið mitt heim úr vinnunni skjálfandi af kulda og hóstandi.  Þegar að var gáð reyndist hann líka vera kominn með hita.  Ég var líka farin að finna fyrir beinverkjum og slappleika í gærkvöldi en kenndi svefnleysi um þau einkenni.  Ég fór svo í vinnuna í nótt og hélt áfram að vera slöpp.  Þegar ég kom svo heim úr vinnunni dreif ég mig í bælið og ákvað að sjá bara til hvort að ég hefði heilsu til að mæta á námskeið eftir hádegið.  Ég vaknaði svo í hádeginu, fór í sturtu og ákvað að ég væri alveg nógu hress til að fara en sá eftir því eiginlega um leið og ég mætti á staðinn en lufsaðist þó til að sitja og hlusta til enda.
Þegar námskeiðið var rétt  að enda hringi minn heittelskaði í mig og sagði mér að tengdó væru bæði nýkomin frá lækni og bæði komin með streftókokkasýkingu.  Í ljósi þess að minnsi gaurinn minn sem var hjá okkur um daginn fékk líka þessa ógeðslegu sýkingu ákvað ég að fara með restina af liðinu mínu til læknis og ganga úr skugga um hvort að þessi einkenni sem eru að hrjá okkur væru af streftókokkakyni.   
Það var örugglega frekar skondið að sjá okkur, 5 stykki, strunsa inn á heilsugæslunni og biðja um einn tíma hjá lækni og helst að fara öll inn til hans í einu því það væri eflaust það sama að okkur öllum !    Konan í afgreiðslunni var svolitla stund að sjá hvernig þetta væri nú framkvæmanlegt og það tókst að lokum og eftir þónokkra bið var komin röðin komin að okkur og við rigsuðum inn til doksa !  Fyrst var karlinn minn skoðaður, því hann var með mestu einkennin og BINGÓ prufan sýndi að hann var með bullandi streftókokkasýkingu.  Næst kíkti doksi í hálsinn á mér og sagði í ljósi einkenna hjá mér og að hálsinn væri mjög rauður væri ég mjög sennilega með þetta ógeð líka og ég slapp við strok úr hálsinum.  Næst í röðinni var stelpustráið.  Þar sem hún var með mikinn hósta og nefrennsli var hún hlustuð vandlega og svo tekið strok úr hálsinum.  En prufan hennar reyndist neikvæð.  Doksi ákvað nú samt að gefa henni sýklalyf.  Að lokum var Sigtryggur Einar skoðaður en hann slapp við strok en fékk engu að síður lyfseðil sem að okkur var uppálagt að bíða kannski aðeins með að leysa út því hann væri með svo væg einkenni.  Kristján Atli slapp við allt saman því hann hefur engin einkenni sínt.  Þrátt fyrir aðgerðir hjá blessuðum heilbrigðisráðherranum okkar að fella niður gjöld á heilsugæslu fyrir börn þurftum við að punga út 5.700 krónum fyrir þessa lænisheimsókn !  Á meðan að ég var að borga kom doksi fram á eftir okkur og sagði að prófið sem hann gerði á litla stelpuskottinu hefði á endanum sýnt jákvætt svar um streftókokka.  Þessi læknisheimsókn endaði auðvitað með heimsókn í apótekið þar sem að ég gaf nánast hálfan handlegg fyrir sýklalyf handa familíunni !   

Kapúff !  Nú verður kovepenin okkar helsta fæða næstu daga ..... og vonandi fer þetta heilsuleysi að taka einhvern enda.


Líffæragjafir

Það er ekki oft sem að ég kveiki á sjónvarpinu og fer að fylgjast með umræðum á alþingi og hlusta vel á það sem fram fer.  En í dag var ég að reyna að sofa og ég hef stundum brugðið á það ráð að kveikja á þessari umræðu og hún er yfirleitt svo þreytandi og leiðinleg að ég hreinlega sofna út frá henni.  Ég hins vega sofnaði ekki í dag, heldur glennti upp augun, hækkaði í sjónvarpinu og fylgdist með af mikilli athygli.  Umræðan sem var að hefjast þegar ég kveikti var um Líffæragjafir og líffæragjafakort. 
Siv Friðleifsdóttir var með fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um hve margir eru líffæragjafar hér á landi sé miðað við fjölda útgefinna líffæragjafakorta og hafa kortin lagalegt gildi ? Er ættingjum t.d. skylt að hlíta vilja líffæragjafa ?
Það vantaði ekki að svörin frá Guðlaugi Þ heilbrigðisráðherra væru mjög skýr; en það eru engar skráningar á útgefnum líffæragjafakortum og þ.a.l. engar tölur til um hversu margir líffæragjafarnri væru.  Varðandi lagalegu gildi kortanna var svarið að í rauninni væru þessi kort ekki til neins nema leiðbeiningar fyrir ættingja því að skv. lagabókstafnum þá geta ættingjar hunsað algjörlega það sem á þessum kortum stendur.  Samkvæmt svörum Guðlaugs er ekki mikilla breytinga að vænta í þessum málum, því miður. 

Ég hef stundum velt því  fyrir mér hvað ég mundi vilja sjálf.  Er ég tilbúin til að gefa líffæri úr mér ef að eitthvað kemur fyrir mig ?  Svarið er JÁ ! En ég hef samt aldrei haft mig í það að fá mér svona líffæragjafakort og miðað við það sem að ég heyrði í dag er það kannki ekki til neins.  Er ekki frekar málið að tala við sína nánustu um þessi mál og koma þannig sínum vilja í þessu vandlega á framfæri ? 

Allavega, þið sem þekkið mig og lesið þetta þá er það einlægur vilji minn að gefa úr mér líffærin ef að það getur orðið til þess að bjarga mannslífi eða bæta verulega lífsgæði einhvers !

Að lokum, þessa snilld fékk ég senda frá vinkonu minni um daginn og vil endilega deila þessu með ykkur Grin

pic22704


"Getur sálin talað, mamma ?"

GOD2.... spurði unglingurinn minn þegar við vorum á leiðinni heim frá lækninum í dag.

“Já, þegar ég tala er sálin mín að tala og þegar þú talar er sálin þín að tala” svaraði ég.  

Stráksi hugsaði í smá stund og spurði svo: “er þá líkaminn búningur fyrir sálina ?”

“Já, eiginlega svona eins og umbúðir utanum sálina” svaraði ég.

Ekki veit ég hvers vegna næsta spurning kom en hún var, “er Guð mjög stór maður ?”

Þarna varð ég eiginlega kjaftstopp í smá stund en sagði svo: “Ég bara veit það ekki Kristján minn, en ég held það og trúi því.”

“Það er allt í lagi mamma, ég sé það bara þegar ég dey.”  Svaraði hann að bragði. 

Alla leiðina heim spurði hann ýmissa spurninga, sem var miserfitt að svara.  En þegar maður ræðir við unglinginn minn er betra að vanda svörin, því fari maður með einhverja vitleysu jafnvel þó það sé í gríni gert þá er hægara sagt en gert að leiðrétta það aftur. 

Þegar hann hafði spurt mig ótal spurninga kom allt í einu þessi einlæga spurning: “Finnst þér ég spyrja mikið, mamma ?”

“Stundum” svarði ég með mikilli þolinmæði í röddinni ...... og bætti svo við, “stundum verð ég bara svo þreytt að svara svona mörgum spurningum”. 

“Er ég þá svona eins og hann Ari ?”  spurði drengurinn þá.

Þetta tók mig tíma að fatta en að lokum fann ég út að hann átti við þennan Ara:

Hann Ari er lítill,
hann er átta’ ára trítill
með augu mjög falleg og skær.
Hann er bara sætur,
jafnvel eins er hann grætur
og hugljúfur þegar hann hlær.

En spurningum Ara
er ei auðvelt að svara:
Mamma, af hverju’ er himininn blár?
Sendir Guð okkur jólin?
Hve gömul er sólin?
Pabbi, því hafa hundarnir hár?

Bæði pabba og mömmu
og afa og ömmu
þreytir endalaust spurninga suð:
Hvar er sólin um nætur?
Því er sykurinn sætur?
Afi, gegndu, hver skapaði Guð?

Hvar er heimsendir, amma?
Hvað er eilífðin, mamma?
Pabbi, af hverju vex á þér skegg.
Því er afi svo feitur?
Því er eldurinn heitur?
Því eiga’ ekki hanarnir egg?

Það þykknar í Ara
ef þau ekki svara
og þá verður hann ekki rór,
svo heldur en þegja
þau svara og segja;
þú veist það er verðurðu stór.

Fyrst hik er á svari,
þá hugsar hann Ari,
og hallar þá kannske’ undir flatt
og litla stund þegir,
að lokum hann segir:
Þið eigið að segja mér satt.
 


Tæknitröllið ég komin heim frá Blönduósi

Tæknitröllið ég  LoL  Það er eiginlega bara grín, ég er nefnilega alls ekkert tæknitröll.  Á fimmtudaginn ætlaði ég nú aldeilis aðeins að stilla Ipodinn og setja inn á’ann fleiri lög.  Ég plöggaði græjunni við tölvuna, hringdi í Guðnýju vinkonu og spurði hana um eina stillingu og þóttist nú alveg skilja hana og tók eitthvað hak af sem ekki átti að vera.  Ekki vildi betur til en þegar við vorum farin af stað norður og ég ætlaði nú aldeilis að plögga Ipodinu í bílnum þá var hann TÓMUR ! Pouty   Já ég hafði víst ekki skilið vinkonu mína alveg rétt og tók eitthvert hak úr sem varð til þess að græjan tæmdi sig alveg ........ Þetta fannst unglingnum henni frænku minni alveg bráðfyndið þegar ég sagði henni frá þessu og bað hana í leiðinni að kenna mér á þetta helv ..... drasl og koma einhverri músík inn á Ipodinn áður en við legðum af stað suður.    Nú verð ég einhvern daginn að hætta mér í það að reyna að stilla iTunes uppá nýtt og gá hvort að mér takist að setja eitthvað  inn á græjuna mína.  Mér líst satt að segja ekkert á þessa "reifírassgatþvottavélabúmmbúmmtónlist" sem unglingurinn setti inn á spilarann minn fína Pouty  Hún setti reyndar slatta af lögum með Pöpunum og það var alveg að svínvirka í mín eyru  Smile  

Helgin fyrir norðan var alveg ágæt í alla staði.  Ég gerði svosem ekki mikið annað en að sinna krakkakrílunum mínum og snúast í kringum sjálfa mig.  Já og kannski smá meir eins og t.d. að fá mér obbbbbbolítið í eina tánna á föstudagskvöldið ásamt tilvonandi ferðafélögum mínum til London og fara svo á laugardaginn og þrífa bílgreyið.  Það veitti sko ekki af því að þrífa þennan fjóshaug eða á maður kannski frekar að kalla þetta salt og tjöruköggul !  Grínlaust, þá held ég að ég hafi farið 3 umferðir með tjöruhreinsi á bílinn, því næst var það sápuþvottur og að lokum var kagginn svo bónaður hátt og lágt með dyggri aðstoð míns heittelskaða og pabba míns  Grin

Dagurinn í dag er búinn að vera frekar rólegur bara.  Byrjaði á því að fara með litla krúttið mitt á leikskólann, brunaði svo til Bibbu í framköllun (=litun og plokkun), því næst fékk ég mér obbolítinn kaffisopa (3 bolla kannski .....) hjá henni Mæju minni og svo fór ég í Karmelklaustrið í Hafnarfirði og pantaði ýmislegt fyrir ferminguna hjá unglingnum.  Ég ætlaði sko bara að panta kerti þar en endaði á að panta líka gestabók og sálmabók með áletrun og öllu tilheyrandi tralli Smile  
Mikið svakalega er margt fallegt til þarna hjá þeim nunnunum.  Ég varð allavegana alveg heilluð  Grin  

Núna eru bara 22 dagar þar til að ég fer til London !  Tounge


Í sveitinni (á Blönduósi)

Ekki fór það svo að ég bloggaði í vinnunni eins og ég sagði kannski ætla að gera í síðustu færslu.  Það var svo sem rólegt í vinnunni en ég tók smá trilling í verkefni fyrir skólann og steingleymdi að blogga …..Núna er ég stödd í sveitinni …. öllu heldur á Blönduósi hjá pabba og mömmu.  Hvenær skyldi maður hætta að segja “norður í sveitina” ?  Nú er orðið ansi langt síðan að pabbi og mamma fluttuog sala á sveitinni sjálfri á næstu grösum …..

Við erum búin að hafa það ljómandi gott hérna.  Sigtryggur fór eiginlega strax í sveitina til Árnýjar, Óli er búinn að rafvirkjast alveg heilan helling og ég er búin að …… ummmm látum okkur nú sjá …….. JÁ ég er búin að þrífa bílinn okkar, reyndar með dyggri aðstoðar pabba og svo bóna bílinn með aðstoð pabba og Óla.  Heimferð er svo fyrirhuguð á morgun þegar Ólinn minn er búinn að rafvirkjast aðeins meira fyrir tengdaforeldrana og við svo búin að safna börnunum okkar saman Grin


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband