Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Bloggað um miðja nótt

Eins og áður þá er stærsta afsökun mín á bloggleysinu, annríki.  Eftir að heim kom úr sveitasælunni og átinu mikla fyrir norðan tók við verkefnavinna í bunkum !  8. nóv. Var skiladagur á verkefni í heilbrigðisfræði og í dag 9. nóv er skiladagur á stóru sálfræðiverkefni.  Ég er búin að vera lengi að vinna þetta verkefni en það er rannsókn á spönnun skammtímaminnis hjá sjálfri mér og svo ítarleg skýrsla eftir kungstarinnar reglum um allt saman.  Ég skilaði heilbrigðisverkefninu á tilsettum tíma og svo fer sálfræðiverkefni í e-mail til kennarans þegar að ég vakna í dag og er búin að lesa það yfir einu sinni enn ........ Þannig að nú er frí frá verkefnavinnu í smá tíma.  EN það þíðir samt ekki að ég geti lagst í eitthvert letikast ÓNEI því það bíða mín 3 gagnvirk próf á netinu sem ég má ráða hvenær ég tek en þau gilda töluvert til lokaprófs þannig að nú er bara að bretta upp ermarnar og smella sér í prófin.   DSC05674

Á miðvikudagsmorguninn fór ég með Höllu Katrínu í ungbarnaeftirlitið til hennar Jónu Margrétar.  Erindið var hefðbundið 18 mánaða eftirlit og sprauta.  Í stuttu máli sagt kom Halla litla alveg frábærlega út úr þessu eftirliti hún hefur í alla staði fullan þroska 18 mánaða barns þó að hún sé í raun bara 16 mánaða (hefði hún fæðst á réttum tíma.)  Halla vóg 9.970 grömm (án snuddunnar eftir mikið samningaþóf.....) og mældist 79 cm löng (tekið með fyrirvara því mín var verulega ósátt við þessa mæliaðferð !)  Þegar skoðuninni lauk hjá Jónu Margréti skoðaði læknirinn hana svolítið og svo hjálpuðust þær að við að sprauta hana og ó mæ god hvað Hallan varð reið Devil  Þetta voru nú ljótu nornirnar sem þarna voru Angry  Hún var ekki búin að jafna sig þegar ég var búin að klæða hana í og hún harðneitaði að kveðja þessar vondu konur þegar að við yfirgáfum svæðið.   

021_GKristján Atli og Sigtryggur Einar eru í fantafínu formi þessa dagana.  Sigtryggur Einar er byrjaður í frístundaklúbb sem starfræktur er í Sólheimum 21.  Hann er sóttur í skólann klukkan 14 af starfsmönnum frístundaklúbbsins og svo kemur hann heim með leigubíl um klukkan 17:30.  020_GÁstæðan fyrir leigubílnum er sú að akstursþjónustan, Allrahanda, hefur ekki bíl og er ekki á þessari leið á réttum tíma þannig að þeir útvega okkur leigubíl í staðinn.  Ókosturinn við þetta er mjög ör skipti á bílstjórum sem þekkja Sigtrygg Einar lítið sem ekki neitt. 

Í fyrra notuðum við þessa þjónustu fyrir Sigtrygg Einar og gekk það í flestum tilfellum vel.  Einhver misskilningur varð til þess að við vorum sífellt rukkuð fyrir leigubílaaksturinn en áttum ekki að þurfa að borga neitt.  Ég eyddi talsverðum tíma í símtöl til að fá þetta leiðrétt og kröfurnar felldar niður.  Eitthvað af þessum símtölum hefur Sigtryggur heyrt því að núna um daginn var ég að ræða þessa þjónustu við tengdamömmu þá heyrist í Sigtryggi: “Þú þarft ekki að borga mamma” Grin

Well ..... nóg komið af slugsi við vinnuna og lærdóminn Smile
Þangað til næst hafið það eins gott og þið mögulega getið Grin


Í sveitinni

Vetrarfrí í skólanum hjá strákunum þýddi að við brugðum undir okkur betri fætinum (ja eða allt svo nýja bílinn okkar) og skelltum okkur norður í sveitina okkar á fimmtudagskvöldið.  Strákarnir voru reyndar í fríi á fimmtudeginum en ég var það ekki og Óli þurfti líka að vinna og þess vegna fórum við bara af stað seinnipartinn á fimmtudaginn.  Við brunuðum beint í Efri - Mýrar til Árnýjar en 053þar erum við búin að halda til þó að við höfum farið ansi víða Grin Á föstudaginn fórum við í hina sveitina okkar, Steiná.  Kata frænka var búin að bjóða okkur í kvöldmat.  Þegar Halla Katrín var búin að sofa miðdegislúrinn sinn fórum við frameftir og strákarnir fengu auðvitað að kíkja aðeins í fjárhúsin og svo borðuðum við alveg dýrindiskvöldmat sem samanstóð af lambalæri (steikt í mjööööööööööög langan tíma), kartöflum, brúnni sósu (svona alvöru sósu, ekki sveppa, pipar eða neitt sollis), hrásalati og rauðkáli Grin  Eftirrétturinn var svo bláber og rjómi og það var ekki laust við að manni hafi verið orðið svolítið illt af ofáti þegar staðið var upp frá matarborðinu ........ 
Morgnanir hafa farið í að fara með Árnýju systir og frænku í hænsnahúsið að pakka og  tína  egg.  Meira segja Halla Katrín er búin að prófa að hjálpa pínulítið til.  Hún fékk körfu með eggjum á gólfið og hún rétti eitt og eitt egg upp á gegnumlýsingarvélina en þegar hún var farin að leika sér með eggin og missa full mikið í gólfið fékk hún að "hætta störfum" Smile
Í gærkvöldi fórum við Óli í mat til Völu og Gumma.  Þetta var svona barnlaus hittingur þar sem að við borðuðum góðan mat, fengum okkur í glas (já og flöskur, bjórflöskur sko) og fórum svo í  heita pottinn með drykkina okkar og skemmtum okkur heilan helling við að spjalla saman og segja misgáfulega brandara .....  Þessi elska hún Árný systir passaði ormana okkar á meðan og alveg þangað til að við skiluðum okkur í sveitina á ellefta tímanum í morgun.  Hún naut dyggrar aðstoðað Svanhildar frænku allan tímann og ef þið lesið þetta Árný og Svanhildur:

Þúsund þakkir fyrir að passa fyrir okkur Kissing

Í dag var svo farið í heimsókn til afa og ömmu á Blönduósi og fyrst fengum við vöfflur og rjóma og svo var kvöldverður þar sem Lena og hennar fjölskylda komu líka ásamt þeim Gumma mág og Svanhildi.  Vala systir missti af herlegheitunum þar sem hún þurfti að fara af stað suður til Reykjavíkur og Árný missti af því líka því hún var búin að fá annað matarboð og þiggja það þegar að mamma bauð í mat.  Það var sko af miklu að missa því að í matinn var lambalæri og folaldasnitsel í raspi með öllu tilheyrandi ! 

Á morgun förum við svo heim ....... og ég leyfi mér að fullyrða að ég hef allavega ekki lést mikið í þessari ferð ........  


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband