Mamma, ég er á höndunum !

Á leiðinni út úr leikskólanum í dag sagði Halla litla við mig:  "mamma, ég er á höndunum !"

Ég leit við og sagði: "nei nei Halla mín, þú stendur á fótunum"

"Nei, mamma ég er á höndunum !" svaraði sú stutta frekar pirruð 

Ég horfði á hana og var farin að átta mig á að ég var eitthvað að misskilja barnið ....... 

"Halla mín, þú stendur á fótunum" sagði ég svo með ákaflega mikilli þolinmæði í röddinni með dass af efa um að svarið félli í kramið. 

"Mamma, ég er á höndunum alveg eins og þú !" sagði sú stutta og tók í hendina á mér.

Þá fattaði ég að hún var að meina að hún væri berhent Smile 

Segir maður ekki stundum við þessi kríli að þau séu á "tásunum" þegar þau eru berfætt ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árný Sesselja

LOL yndisleg hún Halla.... knús á línuna...

Árný Sesselja, 20.1.2009 kl. 22:20

2 Smámynd: .

Duglega stelpan, amma er endalaust montin af henni.....bræðrum hennar líka.

., 21.1.2009 kl. 09:10

3 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Snilld hjá Höllu  Þau eru svo yndisleg þessi börn.

Berta María Hreinsdóttir, 22.1.2009 kl. 15:19

4 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

alveg er hún yndisleg hún Halla Katrín...

Rannveig Lena Gísladóttir, 24.1.2009 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband