Djö..... er ég heppin að vera hætt að reykja !

salem_lightsÍ fyrradag stóð ég í langri og leiðinlegri biðröð við þjónustuborð Hagkaups í Skeifunni.  Þegar ég kom í röðina voru ca. 7- 8 á undan mér.  Ég var ekki búin að bíða lengi og fylgjast með því sem fram fór við afgreiðsluborðið þegar mér varð ljóst að drengstaulinn sem var að afgreiða var alls ekki í akkorðsvinnu.  Hann hefur annaðhvort verið alveg húðlatur eða nýr í starfi miðað við hvað hann var lengi að öllu.   En þolinmæði er víst dyggð þannig að ég andaði mjög djúpt og hélt áfram að fylgjast með og góna í kringum mig.  Ég var orðin "nr. 3 í röðinni" þegar ég heyri þann sem var "nr. 1 í röðinni" fá afgreiðslu og hann var að biðja um 2 salem-pakka, í boxi ef þeir væru til.  Afgreiðsludrengstaulinn játaði því og tók upp karton af salem í boxi.  Mér fannst hann vera heila eilífð að ná plastinu utan af kartoninu en þegar að það loksins tókst hjá honum rétti hann manninum pakkana 2 og sagði: "1.330 krónur" Pouty 

Ég er yfirleitt frekar lengi að reikna í huganum en þetta dæmi tók ekki langan tíma 1.330 / 2 gera 665 !   Ekki veit ég hvað heyrðu margir í mér þegar ég missti út úr mér: "sjitt, pakkinn kostar 665 krónur!"   Ég fékk eiginlega verk í veskið fyrir mannsins hönd .......
Djöfull er ég heppin að fafa drullast til að hætta að reykja fyrir tæpum 6 árum síðan ......... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Fólk sem reykir hugsar ekki út í þennan kostnað og sker niður í annari vöru sem er oft nauðsynjavara heimilanna. Reykingar eru þræll mannsins og mikill löstur! Ég tek í sama streng og þú og þakka fyrir að hafa ekki áhuga á þessari iðju!

www.zordis.com, 8.1.2009 kl. 08:14

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Sammála Zordísi kær kveðja.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.1.2009 kl. 09:03

3 Smámynd: Gerða Kristjáns

Hann er á 725 hérna

Gerða Kristjáns, 10.1.2009 kl. 01:57

4 identicon

Allir, sem hætta, eiga mitt hrós fíkn, hverju nafni sem hún nefnist, er bæði mannskemmandi og rándýr, auk þess, sem fíkn er ekkert einkamál - bitnar sárlega á fjölskyldunum

Sigrún (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 18:30

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þetta er mynd af tegundinni minni. Þangað til fyrir sjö dögum síðan

Jóna Á. Gísladóttir, 12.1.2009 kl. 00:20

6 Smámynd: Anna Gísladóttir

Þetta var sko tegundin mín líka eða þar til fyrir næstum 6 árum síðan

Anna Gísladóttir, 12.1.2009 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband