Nýkomin að norðan og jólin alveg að verða búin
5.1.2009 | 23:48
Bara einn dagur eftir af blessuðum jólum. Ég er eiginlega fegin. Ég er svo skrítin að mér finnst þau vera búin þegar nýársdagur er liðinn. Eftir nýársdag fer jólaskrautið að fara í taugarnar á mér og ég get hreinlega ekki beðið eftir að slíta það niður ! Það verður sko gert á morgun (ef að mér gefst tími til þess þ.e.a.s.) Það er reyndar ansi margt sem að ég ætla mér að gera á morgun og vonandi með góðum vilja og mikilli skipulagni gengur það allt saman upp.
Fyrst og fremst ætla ég að fara í ræktina í fyrramálið og taka duglega á því ! Ekki veitir af eftir sukk og svínarí jólanna. Hef reyndar ekki þyngst nema um rúmt kíló en þau eru örugglega 7 á sálinni og nennunni ...... Ég þarf líka að erinda slatta á morgun, fara í þrettándaveislu til tengdó og einhverntíman verð ég líka að leggja mig smávegis því að annað kvöld þarf ég að fara að vinna ...... Ég hlít að vinna einhverja leið út úr þessu.
Þegar þetta er skrifað þá eru 2 af 3 ungunum mínum nýsofnaðir. Það ætlar að reynast þrautin þyngri að snúa öllu þ.á.m svefntíma, á réttan kjöl eftir jólin. Ég taldi svo sem ekki en ég er viss um að dóttir mín kom 30 ferðir fram úr rúminu sínu núna í kvöld áður en hún loksins sofnaði rétt fyrir klukkan 23 !
Þegar ég var búin í vinnunni að morgni 2. janúar drifum við okkur norður á Blönduós með alla ungana okkar. Komum aftur heim seinnipartinn í dag, þreytt eftir skemmtilega ferð. Við heimsóttum sveitina okkar Steiná og áttum alveg yndislega stund þar. Við heimsóttum Völu systir og co líka og áttum alveg stórskemmtilega stund þar (sem reyndar varð til þess að sunnudagurinn var eiginlega skelfilegur ........ I wonder why ?) Síðast en ekki síst þá heimsóttum við pabba, mömmu og Árný systir en hjá þeim gistum við Elsku pabbi, mamma og Árný, takk kærlega fyrir okkur
Höllurnar tvær í saumahorninu hjá þeirri eldri
Kristján, Halla og Sigurjón í stofunni hjá ömmu og afa
Sigurjón og Sigtryggur að hafa það gott við að horfa á kvöldmynd
Halla Kata að syngja og dansa
Að lokum mynd sem að mamma fann í fórum sínum og gaf mér núna um helgina. Þið megið bara giska hvaða krútt þetta er á myndinni
Athugasemdir
Að vera með 7 á sálinni er agalegur glæpur en mikið getur þú fagnað að það er bara 1 sem læddi sér á kroppinn. Meiri dugnaðurinn í þér kona.
Gleðilegt árið og gangi þér vel með ný gildi ársins 2009.
www.zordis.com, 7.1.2009 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.