10. október
10.10.2008 | 16:09
Ekki fór það svo að ég næði takmarkinu að blogga einu sinni á dag eins og kennarinn sagði fyrir um. Reyndar sagði hann að við ættum að skrifa í dagbók á hverjum degi en ég hef svo sem ekki gert það heldur þannig að nú verð ég að fara að bæta úr þessu. Hvort sem það verður hérna í formi bloggs eða bara svona á gamla móðinn
Í gær fór ég í tíma númer 2 í félagslegri virkni hjá íþróttaálfinum sem að ég er b.t.w. búin að leggja vel á minnið að heitir Trausti en ekki íþróttaálfur Hann sleppti því auðvitað ekki að drífa okkur aðeins út í smá leik en sem betur fer þá var bara farið út á næsta auða bílaplan og aðeins í einn leik. Veðrið bauð bara ekki upp á meira ......
Fyrir utan leikinn fór tíminn í að fjalla um hópa alls staðar í samfélaginu. Hvernig þeir væru saman settir og hvaða hópum við tilheyrðum. Alveg stórskemmtileg pæling.
Stóru fréttirnar frá mér eru kannski að í morgun var stóra takmarkinu náð ! Ég steig á vigtina og hún sýndi mér tölu sem að byrjar ekki á 9, ekki á 8 heldur byrjaði hún á 7 Þarna blasti við mér
79,5 kg
Þetta þýðir að það eru farin 16 kíló síðan að ég byrjaði á breyttum lífsstíl og nú er ég búin að vinna fyrir verðlaununum. Vegna efnahagsástandsins ætla ég samt að hinkra með það um sinn að spæna í Kringluna eða Smáralindina og kaupa verðlaunin .......
Ég er að rifna úr stolti af sjálfri mér
Athugasemdir
Þú mátt líka bara alveg vera montin með þennan árangur! Til hamingju ljúfan... hafðu það súper gott!
Rannveig Lena Gísladóttir, 10.10.2008 kl. 16:13
Frábært hjá þér til hamingju! þú ættir kannski að nýta þér kringlukastið?
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 10.10.2008 kl. 17:36
Vá, en flottur árangur hjá þér kona! Til lukku með þetta
www.zordis.com, 10.10.2008 kl. 18:05
Væl ..
Hvað er ég að gera vitlaust?
Ég sleppi kovetnum, nammi og reyni að sneiða hjá sem mestri fitu :/
En til lukku með árangurinn :)
Kveðja Inda
Inda (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 18:17
Innilega til hamingju með þetta Anna:) Þetta er ekki lítið flottur árangur.
Ég var sjálf að byrja í world class um daginn og finnst ógó gaman...
Kolbrún Jónsdóttir, 10.10.2008 kl. 19:47
Ekkert smá dugleg......til hamingju með þetta Anna mín
Berta María Hreinsdóttir, 10.10.2008 kl. 19:49
Við biðjum innilega vel að heilsa og óskum ykkur innilega góða ljúfa helgi og knús knús og bestu kveðjur til ykkar
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.10.2008 kl. 21:58
Takk fyrir allar saman
Kolla ...... við ættum kannski að hittast í ræktinni við tækifæri ?
Anna Gísladóttir, 10.10.2008 kl. 23:05
Duglegust!!! Ég er stolt af þér :)
Anna Málfríður (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 07:00
Æjjj frábært !!! Til hamingju !!!!
Gerða Kristjáns, 13.10.2008 kl. 17:54
Ég held að það hljóti að vera gaman í tímunum hjá Íþróttaálfinum. Flottur árangur hjá þér með tölurnar.
Fjóla Æ., 17.10.2008 kl. 18:52
Til hamingju, enn einn áfanginn í gæfu/feril/skrána þína.
Frábært hvað margt vex, þegar maður sjálfur minnkar.
Sigrún (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.