Long time ......
22.9.2008 | 21:30
..... og löngu búið að klára málningarvinnuna og fráganginn eftir það allt, ég hef bara ekki nennt að blogga Hef hreinlega ekki verið í stuði til þess .....
Um síðustu helgi fór fram mikill og löngu fyrirframákveðinn hreinsunareldur á heimilinu mínu. Við vorum búin að panta næturgistingu fyrir börnin með löngum fyrirvara þannig að nú létum við verða að því að rusla út úr nánast öllum skápum í íbúðinni og raða inn í þá aftur Þetta gerðist auðvitað með tilheyrandi yfirferð á öllu þannig að úr þessu varð stærðarinnar bílfarmur af rusli og ýmsu sem að rauði krossinn og góði hirðirinn fengu að njóta ....... Kræst hvað maður getur verið mikill ruslasafnari
Smá fréttir af baráttunni minni við fitupúkann; s.l. fimmtudag sýndi vigtin bara 82,9 kg sem þýðir að ég er búin að losa mig við 12,6 kíló
Athugasemdir
Dugleg að missa kílóin ! Djö öfunda ég þig...þarf að losna við slatta sjálf. Hvað ertu að gera til að grennast ?
Ragnheiður , 22.9.2008 kl. 21:37
Sama hérHvað ertu að gera til að grennast ?
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.9.2008 kl. 21:41
Ég er hætt að borða nammi, pasta, brauð, kartöflur og hrísgrjón. Borða bara mikið af grænmeti, ávöxtum, allskonar kjöti og mjólkurvörum ..... Nú og svo fer ég í ræktina einu sinni á dag í a.m.k. 60 mín
Þetta er ég búin að gera síðan 1. ágúst
Anna Gísladóttir, 22.9.2008 kl. 21:54
shit mar.... ég verð að fara að standa mig betur... þú ert alveg að ná mér Nei... þú mátt sko alveg ná mér... en ég þarf samt að standa mig betur... til hamingju með fínan árangur! þú ert ógó dugleg
Rannveig Lena Gísladóttir, 22.9.2008 kl. 22:52
Til hamingju með hreinsunina!
Og svona á að gera þetta eins og þú ef árangur á að verða, frábært nú spýti ég líka í, er einmitt á leið í ræktina, hugsa til þín á brettinu!
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 23.9.2008 kl. 08:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.