Í augnablikinu gæti verið slökkt á ......

Nei nei það er svo sem ekki alveg slökkt á mér ..... bara mikið að gera.  Heima hjá mér er málari búinn að vera að störfum undanfarna 2 daga.  Þar sem að ég er rakinn klaufi við þessa iðju og maðurinn minn veit fátt leiðinlegra en að mála þá var ákveðið að fá fagmann í verkið Smile  Þannig að núna er svefnherbergið mitt nýmálað, forstofan líka og einn veggur í sjónvarpsholinu.  Nú á ég bara eftir að klára að ganga frá eftir allt saman og endurskipulegga það sem hengt verður upp á veggina. 

Heima er frekar fámennt núna.  Unglingurinn minn fór til pabba síns og litla bróður í gærkvöldi og miðjumaðurinn Sigtryggur fékk að fara norður á Blönduós s.l. miðvikudag.  Um helgina eru nefnilega stóðréttir í Skrapatungurétt og Sigtryggur minn vill síður missa af svo merkilegum viðburði Wink  Þar sem að ég þurfti að vinna um helgina sendi ég guttann norður með systrum mínum og svo kemur hann heim á mánudaginn og fær þá far með Lenu systur.  Elsku Árný og Lena, takk fyrir allt saman InLove 

img_0824
Tekið við Kirkjuskarð 2007


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árný Sesselja

Verði þér að góðu Anna mín.  Drengurinn er alsæll og kátur og getur varla beðið eftir því að fara af stað.... klukkan fer ekki nógu hratt að hans mati....

Árný Sesselja, 13.9.2008 kl. 08:56

2 Smámynd: www.zordis.com

Lúxus að fá fagmann í verkið! 

www.zordis.com, 15.9.2008 kl. 22:15

3 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Þið góð að fá fagmann til að mála. Ætli hann sé ekki með 2 fyrir 1 tilboð ef hann kemur svo til mín. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 18.9.2008 kl. 16:15

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og góðar ljúfar kveðjur.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.9.2008 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband