Baunaraunir
3.9.2008 | 17:48
Þeir sem að þekkja mig svolítið vita að ég verð seint talin til snillinga í eldamennsku ...... En ég reyni samt því ekki þýðir að treysta alveg á eiginmanninn í þessum efnum þar sem að hann er ekki alltaf heima til að elda matinn.
Í viðleytni minni við að sigrast á bölvuðum fitupúkanum hef ég verið að gera hinar ýmsu tilraunir við eldamennskuna. Mér finnst meira gaman að fikta mig áfram og gera tilraunir en að fara stíft eftir uppskriftum. Í dag ætlaði ég samt að fara eftir uppskrift og búa til kjúklingabaunabuff í fyrsta skipti. Reyndar var þetta frumraun mín í meðhöndlun kjúklingabauna. Eins og þeir sem þekkja til þessara bauna þá verður að leggja þær í bleyti í a.m.k. 12 klst og í gærkvöldi skellti ég baununum í skál og lét fljóta vel yfir. Ætlunin var að elda buffin í kvöldmatinn í dag. Þar sem að ég fer á næturvakt í nótt dreif ég mig tímanlega í eldamennskuna áðan og skellti öllu í skál og græjaði það sem átti að fara saman við baunirnar og verða að buffi ........ EN snillingurinn ég fattaði þegar ég var búin að mauka allt saman í matvinnsluvélinni að ég GLEYMDI AÐ SJÓÐA %$/$#$#% BAUNIRNAR !
Ef einhver vill spreyta sig á uppskriftinni þá læt ég hana fylgja hér:
Kjúklingabaunabuff
450 g soðnar kjúklingabaunir
4 hvítlauksrif
40 g vorlaukur eða önnur gerð af lauk
1/2 tsk cumin
1 tsk sjávarsalt
Setjið kjúklingabaunir í matvinnsluvél ásamt hvítlauk, lauk, cumin og salti. Gerið litlar bollur og fletjið út og steikið á pönnu í olíu. Einnig er gott að velta bollunum upp úr sesamfræjum og steikja svo. Berist fram með rifnum gulrótum sem búið er að blanda kanil saman við og heslihnetum (hakkaðar eða spænir).
MUNA að sjóða baunirnar !
Athugasemdir
Þetta er örugglega gott! en veistu hvort að það dugir jafn vel að setja þetta í mixer? á sko ekki matvinnsluvél
Rannveig Lena Gísladóttir, 3.9.2008 kl. 18:59
Ég bara veit það ekki ...... EN ef að ég væri þú þá mundi ég bara prófa !
Anna Gísladóttir, 3.9.2008 kl. 22:42
Eitthvað kannast ég við þessa uppskrift
Mamma, 4.9.2008 kl. 23:04
Mér lýst vel á þetta buff,er sko alveg til í að prófa.
Rannveig:ég held að það breyti engu hvort þú notar matvinnsluvél eða mixer ef baunirnar eru soðnar,þetta fer allt í mauk úr báðum græjunum.
Agnes Ólöf Thorarensen, 5.9.2008 kl. 00:07
Veistu nafna, það er alger snilld að stytta sér leið með því að kaupa soðnar kjúklingabaunir, t.d. í krukku frá henni Sollu. Eins eru niðursoðnar baunir bara skrambi góðar líka og hægt að fá þær með engum aukaefnum. Ég nota t.d. stundum pinto- og nýrnabaunir ásamt smjörbaunum í kalt pastasalat (nota spelt-pasta) og það er voða vinsælt á mínu heimili.
Anna Málfríður (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 13:59
MMMMM, hljómar vel. Verð að prófa þetta. Góða helgi og hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 5.9.2008 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.