Aftur í skólann
26.8.2008 | 12:41
Í gær mættu strákarnir mínir í skólann á ný eftir sumarfrí og það var ekki laust við að það væri smá spenna fyrir því Meira að segja unglingurinn minn var spenntur en talaði nú samt um að það mætti alveg taka upp þann sið að sleppa alveg allri heimavinnu, hún væri bara algjör óþarfi
Ég keyrði þeim sjálf í skólann fyrsta daginn en í vetur sér akstursþjónusta fatlaðra um aksturinn eins það hefur verið undanfarin ár.
Sigtryggur Einar fékk strax inni í frístundinni í Hofinu en Kristján lenti á bið í sinni frístund, Höllinni. Eins og venjulega er starfsmannaskorti um að kenna. Það er reyndar líka verið að flytja Höllina (frístundina) í nýtt húsnæði í Egilshöll og þegar það er búið býst ég við að Kristján fái einhverja daga í hverri viku.
Þegar Kristján kom heim í gær sagði hann mér að það yrði örugglega rosalega gaman í skólanum í vetur því að hann væri að fara að læra stuttmyndagerð með bekknum sínum
Seinnipartinn s.l. vetur var Kristján farinn að fara nánast alveg einn út í bekk og gekk það bara mjög vel. Þess vegna var ákveðið að hann færi í fyrstu tvo tímana á hverjum degi einn út í bekk og hann er bara mjög sáttur og glaður með það
Athugasemdir
Gott að heyra að strákarnir eru spenntir fyrir skólanum og frábært hvað Kristján stendur sig vel. Stórt knús til þeirra beggja
Berta María Hreinsdóttir, 26.8.2008 kl. 17:11
Takk fyrir bloggið Anna mín ...styttir mér stundirnar:)
Verðum að fara hittast ...eigum við að elda fljótlega?
Knús Inda
Inda (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 05:57
Hæ skvís... gaman að heyra að þínir fái þjónustu :D aðeins meira en hægt er að segja um whovillið þessa dagana þurfum að fara að heyrast ... smúts...
Ingunn H (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 15:45
Innlitskvitt,
Gangi ykkur öllum vel í skólamálum í vetur, kær kveðja á línuna.
Anna í nágrannabyggðarlaginu
Anna fjallabjálfi (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 17:11
Hvað er þetta á ekki að mæta í skólann, eða ertu í öðrum hóp? kv Bryndís eva.
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 28.8.2008 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.