Fimmtudagur ......
22.8.2008 | 03:39
Í dag (tæknilega séð í gær þar sem það er komið vel fram yfir miðnætti) eru 3 vikur síðan að ég sagði fitupúkanum og sleninu stríð á hendur, já og ég hætti að styrkja WorldClass Þessar þrjár vikur hef ég mætt samviskusamlega á hverjum degi í ræktina og púlað í rúman klukkutíma. En til að vera alveg nákvæm þá er þetta með tveimur undantekningum en það eru 2 sunnudagar sem að ég kaus að fara frekar í langan göngutúr úti í stað þess að fara í Laugar. Ég fer nefnilega alltaf í WorldClass í Spönginni og í sumar er lokað þar á sunnudögum. S.s. hreyfing á hverjum degi Þetta hefur svo sannarlega borið árangur allt þetta sprikl því að í morgun (gærdag þegar ég vaknaði) sýndi vigtin í fyrsta sinn í marga mánuði tölu sem að byrjaði á 8 Á vigtinni stóð 88,1 en það þýðir að ég er búin að léttast um 7 kíló á þessum 3 vikum Þessi tala þýðir líka að nú er BMI stuðullinn (líkamsþyngdarstuðullinn) hjá mér kominn þrepi neðar eða í "yfir kjörþyngd" en hann er búinn að vera í "of þung" í marga mánuði. Til að reikna þennan stuðul nota ég reikniforrit sem ég fann á vefnum hjá Lyf og heilsu.
Ég veit vel að maður léttist mest fyrst og svo hægist aðeins á þessu en ég er engu að síður svakalega ánægð með árangurinn Nú er bara að halda áfram og detta ekki í þá gryfju að fara að vera "góð" við sjálfa mig og skrópa í ræktinni og byrja að sukka aftur ........ (og þá meina ég vitanlega að sukka í mat og þess háttar )
Undanfarna daga hef ég verið að vinna frekar mikið en það útskýrir bloggletina hjá mér. Ég er líka búin að vera 2 auka unglinga hjá mér, þær frænkur mínar Svanhildi og Signýju Björgu, þannig að það er búið að vera fullt að gera og tóm gleði
Athugasemdir
Alltaf gaman að hafa fjölskylduna hjá sér. Innilega tilhamingju með kílóin. Ég slæst í för með þér. No question about it. Góða helgi og hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 22.8.2008 kl. 03:48
Vá hvað þú ert dugleg!! Ég þyrfti svo sannarlega að taka þig til fyrirmyndar, ohh staðfestan hjá mér er svo svakalega lítil.... :(
Anna Málfríður (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 06:42
Frábær árangur hjá þér. Það verður gaman að sjá í haust í réttunum eða kemur ekki norður þá?
Aðalbjörg Valdimrsdóttir (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 08:10
til hamingju með finan árangur Anna. Þú getur þetta alveg, að sjálfsögðu!
Rannveig Lena Gísladóttir, 22.8.2008 kl. 09:08
Váá...til hamingju með þetta, gaman þegar maður sér árangur erfiðisins:)
Berta María Hreinsdóttir, 22.8.2008 kl. 19:50
Góð!
Fjóla Æ., 23.8.2008 kl. 13:28
ohh ég vildi að vigtin væri svona góð við mig - til hamingju með þetta kæra mín:)
Knús Inda
Inda (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 04:25
Djö.... ertu góð!
Svona á að gera þetta.
www.zordis.com, 24.8.2008 kl. 09:58
þú getur sko verið stolt af þér, nú fer ég að drífa mig aftur í gírinn, og tek þig til fyrirmyndar. Sjáumst á morgun in school!
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 25.8.2008 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.