Fimmtudagur ......

Electronic_Bathroom_ScaleÍ dag (tæknilega séð í gær þar sem það er komið vel fram yfir miðnætti) eru 3 vikur síðan að ég sagði fitupúkanum og sleninu stríð á hendur, já og ég hætti að styrkja WorldClass Smile  Þessar þrjár vikur hef ég mætt samviskusamlega á hverjum degi í ræktina og púlað í rúman klukkutíma.  En til að vera alveg nákvæm þá er þetta með tveimur undantekningum en það eru 2 sunnudagar sem að ég kaus að fara frekar í langan göngutúr úti í stað þess að fara í Laugar.  Ég fer nefnilega alltaf í WorldClass í Spönginni og í sumar er lokað þar á sunnudögum.  S.s. hreyfing á hverjum degi Smile  Þetta hefur svo sannarlega borið árangur allt þetta sprikl því að í morgun (gærdag þegar ég vaknaði) sýndi vigtin í fyrsta sinn í marga mánuði tölu sem að byrjaði á 8 Smile  Á vigtinni stóð 88,1 en það þýðir að ég er búin að léttast um 7 kíló á þessum 3 vikum Grin  Þessi tala þýðir líka að nú er BMI stuðullinn (líkamsþyngdarstuðullinn)  hjá mér kominn þrepi neðar eða í "yfir kjörþyngd" en hann er búinn að vera í "of þung" í marga mánuði.  Til að reikna þennan stuðul nota ég reikniforrit sem ég fann á vefnum hjá Lyf og heilsu.  

Ég veit vel að maður léttist mest fyrst og svo hægist aðeins á þessu en ég er engu að síður svakalega ánægð með árangurinn Smile  Nú er bara að halda áfram og detta ekki  í þá gryfju að fara að vera "góð" við sjálfa mig og skrópa í ræktinni og byrja að sukka aftur ........ (og þá meina ég vitanlega að sukka í mat og þess háttar Smile)

Undanfarna daga hef ég verið að vinna frekar mikið en það útskýrir bloggletina hjá mér.  Ég er líka búin að vera 2 auka unglinga hjá mér, þær frænkur mínar Svanhildi og Signýju Björgu, þannig að það er búið að vera fullt að gera og tóm gleði Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Alltaf gaman að hafa fjölskylduna hjá sér. Innilega tilhamingju með kílóin. Ég slæst í för með þér. No question about it. Góða helgi og hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 22.8.2008 kl. 03:48

2 identicon

Vá hvað þú ert dugleg!! Ég þyrfti svo sannarlega að taka þig til fyrirmyndar, ohh staðfestan hjá mér er svo svakalega lítil.... :(

Anna Málfríður (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 06:42

3 identicon

Frábær árangur hjá þér. Það verður gaman að sjá í haust í réttunum eða kemur ekki norður þá?

Aðalbjörg Valdimrsdóttir (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 08:10

4 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

til hamingju með finan árangur Anna.  Þú getur þetta alveg, að sjálfsögðu! 

Rannveig Lena Gísladóttir, 22.8.2008 kl. 09:08

5 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Váá...til hamingju með þetta, gaman þegar maður sér árangur erfiðisins:)

Berta María Hreinsdóttir, 22.8.2008 kl. 19:50

6 Smámynd: Fjóla Æ.

Góð!

Fjóla Æ., 23.8.2008 kl. 13:28

7 identicon

ohh ég vildi að vigtin væri svona góð við mig - til hamingju með þetta kæra mín:)

Knús Inda

Inda (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 04:25

8 Smámynd: www.zordis.com

Djö.... ertu góð! 

Svona á að gera þetta.

www.zordis.com, 24.8.2008 kl. 09:58

9 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

þú getur sko verið stolt af þér, nú fer ég að drífa mig aftur í gírinn, og tek þig til fyrirmyndar. Sjáumst á morgun in school!

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 25.8.2008 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband