Skýjum ofar - Félagsliðanámið framundan
12.8.2008 | 22:10
Fyrir nokkru síðan fór ég að spá í að taka smá hliðarspor í því sem ég er að læra, þ.e. sjúkraliðann. Ég ákvað að fara í Félagsliðabrú hjá Mími símenntun. En fyrir þá sem veltast í vafa um hvað Félagsliðabrú er þá er það nám ætlað fólki sem vinnur við umönnun t.d. á öldrunarheimilum, í heimaþjónustu eða við heimahlynningu. Þetta er fjögurra anna eininganám sem kennt er samkvæmt námsskrá menntamálaráðuneytisins. Námið er 32 einingar og eru kenndar 8 einingar á hverri önn.
En til að fá að hefja nám í Félagsliðabrú þarf að uppfylla 3 skilyrði, vera orðin 22 ára, hafa lokið 230 klst í starfstengdum námskeiðum og hafa 3 ára starfsreynslu í umönnun. En það síðasta, starfsreynsluna, er ég ekki búin að uppfylla 1. nóv. n.k. er ég búin að vinna í 2 ár á Hrafnistu og það er bara ekki nóg. Ég hef hins vegar verið að vinna í því undanfarið að fá þau ár sem að ég var heimavinnandi vegna fötlunar sona minna metin sem vinnu. Í dag kom svo svar frá menntamálaráðuneytinu um að ég fengi þennan tíma metinn og ég fæ að hefja Félagsliðanámið strax í haust
Athugasemdir
Til hamingju með þetta, frábærar fréttir !
Ragnheiður , 12.8.2008 kl. 22:29
Til hamingju þetta er alveg frábært og vonadi ferst þér þetta glæsilega úr hendi ! ! !
Brynhildur Ásta (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 22:49
Til hamingju, bestu kveðjur.
Afi úr sveitinni (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 01:14
Til hamingju með þetta. Ég er alveg sannfærð um að þú átt eftir að standa þig súper vel í þessu námi.
Rannveig Lena Gísladóttir, 13.8.2008 kl. 08:21
jesssssssssss frábært !!! til lukku !!
Sif (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 11:27
Innlitskvitt og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.8.2008 kl. 11:43
Flott hjá þér,til hamingju..
Agnes Ólöf Thorarensen, 13.8.2008 kl. 13:12
Glæsilegt, til hamingju
Gerða Kristjáns, 13.8.2008 kl. 17:22
Flott að heyra. Gangi þér vel í náminu
Gísli (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 20:33
Til hamingju og gangi þér vel
Sigríður Þóra Magnúsdóttir, 14.8.2008 kl. 22:29
Tími til kominn að fá metið margra ára starf - til hamingju
Sigrún (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 22:55
Frábært til hamingju ég fékk líka bréfið mitt í dag svo við sjáumst bráðum, við verðum flottar á skólabekknum
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 14.8.2008 kl. 23:24
Til hamingju með að komst inn! Þetta verður æðislegt fyrri þá sem fá svo að njóta starfa þinna og ekki síst ágóði þinn.
til lukku .....
www.zordis.com, 15.8.2008 kl. 00:34
Til hamingju kæra mín :)
Kveðja Inda
Inda (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 12:06
Glæsilegt....til lukku með þetta og gangi þér rosa vel
Berta María Hreinsdóttir, 15.8.2008 kl. 21:44
Það var kominn tími til að mæður væru ekki bara "heimavinnandi", segi nú ekki annað. Innilegar hamingjuóskir með þennan árangur Anna. Þú átt eftir að rúlla þetta. Góða helgi og hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 22.8.2008 kl. 03:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.