Hætt að styrkja World Class !
11.8.2008 | 22:21
Ég man ekki hvort að ég hef minnst á það hérna áður en ég hef í alltof langan tíma verið dyggur stuðningsaðili WorldClass. Ég borga í hverjum mánuði ríflega 4.000 krónur á mánuði fyrir aðgang þar. En það hefur farið eitthvað lítið fyrir því að ég noti mér þennan aðgang Svona getur maður nú verið mikill auli EN frá því um s.l. mánaðarmót er ég hætt að syrkja WorldClass og mæti núna á hverjum degi ! Betra að nota þennan pening sjálf ...... já og kannski tapa einhverjum kílóum þarna inni. Ekki væri það nú verra .......
Ég fer nánast alltaf í WorldClass í Spönginni en þar er lokað á sunnudögum í sumar þannig að ég hef farið báða sunnudagana í langan göngutúr í staðinn Nema í gær þá lá eitthvað illa á miðjumanninum mínum honum Sigtryggi þannig að ég bara dreif hann út með mér í göngutúr. Fannst það alveg prýðileg hugmynd alveg þangað til að við vorum aðeins komin af stað og ég var fari að kalla til hans alveg lafmóð: "Sigtryggur minn ekki hlaupa á undan mömmu !" Hann staldraði augnablik við og svaraði: "Ég er ekki að hlaupa, ég labba hratt" Svei mér þá ég held að ég verði að komast í aðeins betra form til að halda í við drenginn
Nýjar myndir á nýjum stað ......... SMELLIÐ HÉRNA og kíkið á
Athugasemdir
Þarna ertu bara komin með takmark Betra form og þú týnir drengnum ekki í gönguferðum...
Rannveig Lena Gísladóttir, 11.8.2008 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.