Allt of þreytt til að blogga ....

transsleepy...... en ég ætla nú samt að hamra smávegis inn ......

Undanfarna daga hefur svo sem ekki mikið á daga mína drifið.  Lífið er kominn í sinn vanagang eftir vel heppnað og skemmtilegt sumarfrí Smile  Ég byrjaði að vinna á þriðjudagskvöld (er s.s. á vakt nr. 3 núna ...... GEYSP), Óli byrjaði í sinni vinnu á þriðjudaginn, strákarnir fóru í frístund og Halla Katrín á leikskólann á þriðjudaginn einnig Smile  Mikið svakalega er nú gott að lífið færist aftur í fastar skorður eftir sumarfrí.  Ekki það að ég sé að vanþakka sumarfríið eða að það hafi verið leiðinlegt, það er alls ekki svo.  Heldur er þetta bara orðið svolítið langt frí fyrir einhverfu gaurana mína sem þrífast á því að hafa allt í föstum skorðum.  Það var eiginlega alveg óborganleg sjón að fylgjast með honum Sigtryggi mínum á mánudagskvöldið.  Hann ljómaði eins og sól í heiði yfir því að vera að fara í frístundina daginn eftir Grin  Greinilega mjög sáttur við að allt væri að færast í sínar föstu skorður.

transHjá mörgum telst það kannski ekki til frétta að fara í bíó en hjá mér telst það sko til frétta !  En á mánudagskvöldið fór ég í bíó með henni Kiddý Smile  Við fórum að sjá Mamma Mía í Smárabíó og men hvað ég skemmti mér konunglega !  Þessi mynd er alveg frábær Smile  Mest langaði mér til að syngja með en ég held að þeir sem sátu í kringum mig hefur kannski ekki höndlað það þannig að ég raulaði bara með í hljóði ........

Læt þetta duga í þetta sinn .....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Sælar. Já, alltaf gaman að raula með á svona góðum myndum. Alltaf gott að byrja aftur eftir sumarfrí. Góða helgi og hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 8.8.2008 kl. 15:18

2 identicon

Gaman að sjá að þú ert vöknuð.  Maður kíkir á hverjum degi, með ósk um að sjá eitthvað nýtt og skemmtilegt.

Bestu kveðjur, afi. 

Afi úr sveitinni (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 18:50

3 identicon

Ohh ég verð að sjá þessa mynd :)

En gaman að sjá þig í gær ..þú lítur ljómandi vel út :)

Knús Inda

Inda (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband