Útilega og ýmislegt fleira

S.l. föstudag keyrðum við miðjumanninn okkar hann Sigtrygg Einar í langþráða dvöl í sumarbúðum SLF í Reykjadal.  Hann er búinn að vita af þessu í nokkrar vikur og hefur biðin verið frekar löng að hans mati.  Hann fór í fyrsta skipti þangað í fyrrasumar og það gekk svo ljómandi vel að þegar var farið að minnast á Reykjadal aftur varð hann mjög spenntur og vildi ólmur fara þangað aftur Smile  Í dag fékk ég svo fréttir af drengnum, allt í góðu gengi og hann sæll og glaður með lífið Smile  Hvernig er hægt annað eftir að hafa fengið að fara að veiða, í sund, fjallgöngu og vaða, allt sama daginn Grin

umhverfi_05737S.l. helgi fór unglingurinn okkar hann Kristján Atli til pabba síns og Sigurjón Stefán kom til okkar.  Kristján fékk reyndar að velja hvort hann færi til pabba eða kæmi með okkur í útilegu.  Hann valdi rólegheitin hjá pabba Wink  En spurði samt hvort við færum ekki í aðra útilegu í sumar.  Við sögðum honum að það væri alveg öruggt að við færum í nokkrar útilegur í sumar þannig að hann væri sko ekki búinn að missa af því þó hann færi ekki með í þetta sinn. 
Seinnipartinn á föstudag var svo öllum gírnum ruslað út í bíl og við héldum af stað í útilegu.  Eftir að við höfðum hitt ferðafélagana, familíuna á Ormsstöðum,  á Selfossi héldum við áfram í samfloti við þau að Hellishólum í Fljótshlíð þar sem að við "tjölduðum" og höfðum það fínt um helgina.  Þarna á Hellishólum er alveg frábær aðstaða og stórskemmtilegt að vera.  Myndavélin var auðvitað með í ferðinni Wink Smellið á myndina hérna fyrir neðan til að sjá fleiri

DSC06423

Heima hjá mér er talið niður í brottför til Danmerkur og í gær sagði Kristján minn að það væru bara 11 dagar þangað til að við færum   Smile

Þangað til næst hafið það eins gott og þið getið Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Skemmtilegar myndir    bestu kveðjur í kotið...

Rannveig Lena Gísladóttir, 24.6.2008 kl. 10:10

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Flottar myndir og börnin skemmtilegknús knús og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.6.2008 kl. 20:50

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Flottar myndir.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.6.2008 kl. 22:52

4 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Flottar myndir. Verð að prófa þennan stað. Vissi ekki að hann væri til þótt sem ég hafi búið þarna "við hliðina". Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 24.6.2008 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband