Uss það má ekki spyrjast út að ég sé að blogga núna ......

study.......því að ég á sko að vera að undirbúa mig fyrir próf sem er á miðvikudaginn n.k.  Það er bara alveg sama hvað ég reyni til að plata sjálfa mig að bókunum, mér tekst alltaf að snúa á sjálfa mig og finna mér eitthvað miklu "þarfara" að gera s.s. eins og að blogga smá .......  Ég er s.s. að fara í næringarfræðipróf á miðvikudaginn og svo þann 14. maí fer ég í siðfræðiprófið Smile  Ég verð alveg að viðurkenna að ég verð voðalega fegin þegar að þetta er búið. 
Ég er svo skrítin skrúfa ....... Yfirleitt gengur mér ágætlega að læra en alltaf skal ég fá brjálaðan prófhvíða
Crying  Eins og fyrir haustannarprófin þá var ég frekar vel undirbúin en skalf samt eins og hrísla, kúgaðist  og var alveg viss um að ná ekki neinu.  Endirinn varð samt sem áður tvær áttur og ein sjöa sem er í sjálfu sér ekki slæmt.  Ég vildi bara óska að ég losnaði við þennan djö ...... kvíða ! 

Það auglýsist hér með eftir góðum ráðum og öðrum
töfralausnum við prófkvíða 
Pouty

Annars er flest búið að vera í ósköp venjulegum skorðum hjá mér undanfarið nema kannski heilsan hjá mér.  Mér tókst að næla mér í einhverja djö ..... kvefpest með hálsbólgu og miklu hori !   Pestin er nú samt sem betur fer á undanhaldi þannig að þetta stendur allt til bóta ......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fjóla Æ.

Æ-i aumingja þú að vera með þennan kvíða. 

Ég gæti komið með 100 leiðir til að leysa prófkvíða og enginn þeirra gæti átt við þig. Held reyndar að þetta sé svolítið huglægt og það að hugsa jákvætt og hafa trú á sjálfum sér sé í raun málið að árangri. Gangi þér vel og ég veit að þú rúllar þessu upp.

Fjóla Æ., 5.5.2008 kl. 14:02

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Gangi þér vel í prófunum. Þarft ekki að vera með prófkvíða. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 5.5.2008 kl. 21:25

3 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Gangi þér vel í prófunum....

Agnes Ólöf Thorarensen, 5.5.2008 kl. 21:29

4 identicon

Við reynum að rúlla þessum prófum upp gamla ...

Ég er búin að læra í allan dag og hélt ég væri í góðum málum þar til ég byrjaði öll að skjálfa og ældi eins og múkki ...

Prófkvíði eða magaperst ....veit ekki :/ Allavega kvíður mér hrikalega fyrir prófinu :(

Kveðja Inda

Inda (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband