Komin heim .....

....... eftir alveg frábæra langa helgi norðan heiða.   Ég var að vinna aðfaranótt s.l. fimmtudags og um leið og vaktinni lauk drifum við okkur norður með 75% af krakkakrílunum okkar Smile  Sigtryggur fékk að vera aaaaaleinn hjá pabba yfir helgina.  Hann fær svo að fara norður 11. maí og fær þá að fara í sveitina til Kötu frænku í sauðburðinn. 

IMG_2312Helgin fór að mestu í að dúlla okkur með börnin, halda upp á 2 ára afmæli hjá stelpu-krúttinu og svo mikla matarveislu á laugardagskvöldið í boði pabba og mömmu Grin  Pabbi karlinn sagði nefnilega fyrir laaaaanga löngu síðan að þegar að það kæmi að því að hann seldi sveitina okkar þá ætlaði hann að bjóða okkur öllum systkinunum + mökum út að borða og gefa okkur svo öllum í glas Smile    Það var auðvitað 100% mæting (eins og við er að búast þegar matur er í boði handa okkur systkinunum Wink)  Við borðuðum á Árbakkanum og svo fórum við heim til pabba og mömmu og gerðum heiðarlega tilraun til að hjálpa pabba karlinum að klára úr stærðarinnar wisky-flösku sem hann bauð upp á.  Þrátt fyrir góða viðleytni hjá flestum tókst ekki að klára flöskuna góðu.  Sumir stóðu sig betur en aðrir í þeirri viðleytni en hegndist fyrir á sunnudagsmorguninn með gríðarlegu heilsuleysi Pouty 

Ef smellt er á myndina hér að ofan opnast albúm með fullt af myndum úr afmælinu hennar Höllu Katrínar Smile

--------------------------------------------------------------------

Í dag er ég svo sem ekki búin að gera nein ósköp.  Bara skreppa í Smáralindina og eyða svo sem eins og 80.000 !  Ég s.s. fór og fékk sjónmælingu og í framhaldi af því pantaði ég mér ný gleraugu og  MEN það er sko ekki fríkeypis að fá sér ný gleraugu Pouty  Gleraugun kostuðu 74.000 og svo keypti ég líka útigalla á miðjumanninn ......

----------&----------

Fyrir 2 árum síðan skrifaði ég í dagbókina hjá stelpskottinu mínu:

Fyrstu dagarnir gengu svolítið erfiðlega í lífi Höllu Katrínar.  Eins og við var að búast þurfti hún öndunaraðstoð en seint á fyrsta sólarhringnum fór henni að líða mjög illa og var hún þá sett í öndunarvél.  Ástæðan fyrir þessu var að hún var með sýkingu sem fór svona með hana.  Hún var strax sett í öflugri sýklalyfjameðferð sem hún hefur brugðist vel við og nú er allt á réttri leið. 

Við Óli fórum til hennar snemma í morgun og hafði hún sofið vel í nótt og verið mjög róleg.  Það var búið að taka hjá henni blóðprufu sem kom vel út og er sýkingin á hraðri niðurleið.  Hún er svolítið farin að hjálpa til við að anda þannig að það hefur verið lækkað svolítið í öndunarvélinni.  Þórður læknir sagði okkur í morgun að það væri smá von um að hún losanði við öndunarvélina á morgun.

Í dag er ég búin að vera á beinu brautinni. Pabbi og mamma eru búin að vera hjá mér meira og minna  í dag og læknarnir og hjúkkurnar eru búin að vera að fræða þau um það sem verið er að gera fyrir mig. Það er nefnilega núna fyrst sem þau eru að verða móttækileg fyrir upplýsingunum frá þeim. Að vísu er ég búin að vera með hækkandi blóðþrýsting en það er ekkert mjög alvarlegt, en ég verð sett á blóðþrýstingslækkandi lyf.

tattyklavertje4

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Ég er nú ekki alveg að skilja þessa athugasemd hér að ofan.... fjölskyldan er það dýrmætasta í heimi.  Gott að þið gátuð notið þess að vera öll saman um helgina, ómetanlegt.

Kolbrún Jónsdóttir, 29.4.2008 kl. 06:00

2 Smámynd: Anna Gísladóttir

ÓliJarri: Þú ert ótrúlega fyndið barn !  

Fyrir ykkur hina bendi ég á að lesa bloggið hjá þessu barni, og sjá hvað það er innihaldsríkt og mikilvæg umræða

Anna Gísladóttir, 29.4.2008 kl. 07:48

3 identicon

Jii, ég man hvað við höfðum öll miklar áhyggjur á þessum tíma af litla skottinu! En vá hvað hún hefur verið öflug og dugleg alveg síðan

Já ég kíkti á bloggið hjá ÓlaJarra og sá einmitt eins og þú segir hefðbundið unglinga/barnablogg. Ég held að hann ætti bara að halda sig við sitt og leyfa öðrum að halda sér við sitt

Anna Málfríður (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 08:41

4 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Hvernig bloggin hjá okkur sem skrifum um fjölskyldurnar okkar eiga að taka út önnur blogg skil ég nú ekki....Bara fyndnir þessir "krakkabloggarar"

Frábært að sjá hvað þið áttuð góða helgi fyrir norðan, Halla Katrín ekkert smá flott á nýja prinsessuhjólinu sínu (já og Óli líka, haha:)

Berta María Hreinsdóttir, 29.4.2008 kl. 09:00

5 Smámynd: Ragnheiður

Hehe ekkert má maður nú hehe..

Til hamingju með litlu skvís og frábæra helgi fyrir norðan.

Ragnheiður , 29.4.2008 kl. 09:55

6 identicon

Gott að þið áttuð góðar stundir á norðurlandinu:)

Það er nú stundum hægt að brosa út í annað af þessum krakkakvikindum ....;)

Kveðja Inda

Inda (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband