Ætti ég að hætta að styrkja World Class og fara að hlussast í ræktina ?

Alveg er þetta típískt !  Ég fékk mér kort í ræktina, mánuð hjá einkaþjálfara og ætlaði nú aldeilis að taka á því !   Jú ég kláraði mánuðinn hjá þjálfaranum og hélt svo aðeins áfram að mæta í ræktina en svo kom að því að vetrarpestirnar helltust yfir heimilið hjá mér og BAMM það var eins og við manninn mælt ég rann á rassinn með allt saman eins og venjulega ....... Devil  Ég er s.s. búin að styrkja WC (hehe) um næstum því 9 þúsund krónur undan farið ! 
Í angist minni yfir þessum aumingjaskap hætti ég mér upp á vigtina í gær og mér til mikillar gleði þá hef ég ekki þyngst nema um tæpt 1 kíló þrátt fyrir trassaskapinn ......

Spurning um að fara að hætta þessum aumingjaskap og hlussast í ræktina ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: .

Ég vildi óska að mín vikt hefði hegðað sér svona vel í morgun, mér var efst í huga að rölta með hana niður í Blöndu um fimmleytið í morgun. Og buxurnar mínar kvörtuðu líka.... nú verður mamma........

., 14.4.2008 kl. 10:49

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.4.2008 kl. 15:44

3 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Já en WC þarf nú kannski bara á þessum styrk að halda??  Nei, ætli það...

Svooooo... upp af rassgatinu og drífa sig í ræktina!!!!!  Ég er búin að draga fram líkamsræktartækið mitt sem fylgir vori og sumri... Jebb... ég er farin að hjóla 

Rannveig Lena Gísladóttir, 15.4.2008 kl. 09:49

4 Smámynd: Helga Jónína Andrésdóttir

Ó góðar fyriráætlanir og loforð... pjúff... hvað ætli maður sé nú oft búinn að brjóta þessi loforð eða aldrei komið þessum áætlunum í verk?? svo ég segi bara .... gó Anna, gó Anna, gó Anna!! ...og ætli maður fari nú ekki að lofa því að koma sér í betra form

Helga Jónína Andrésdóttir, 15.4.2008 kl. 11:25

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 15.4.2008 kl. 16:08

6 identicon

Er þá ekki tilvalið að fara nýta okkur síðasta tímann hjá einkaþjálfaranum:)

Kveðja Inda

Inda (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 14:42

7 identicon

Hæ skvísa.

Hum ! já ræktin !!!! Það er til lítils að fá ekkert fyrir sinn snúð...... ekki spurning um að hlussast af stað (eins og þú orðar það svo pent)  til að fá orku til að sinna öllu í þínu "fábrotna" lífi !!!!

Kær kveðja

Nafnan þín

Anna fjallabjálfi (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 18:28

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Er þetta ekki merkilegt! Ég er líka svona. Um leið og rútínan er brotin (veikindi, utanlandsferð, sumarfrí....) þá er ég runnin á minn feita rass. Ég þarf líka að fara að hlussast í ræktina. Eða bara göngutúra.

Jóna Á. Gísladóttir, 17.4.2008 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband