Þeir sáu að sér - sumrinu vonandi reddað
10.4.2008 | 17:00
Fengið að láni á visir.is:
Fötluð börn fá inni í frístundaklúbbum í sumar
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun þá tillögu borgarstjóra að tryggja fötluðum börnum á aldrinum 10-16 ára vist í frístundaklúbbum í sumar.
Nítján milljónir vantaði upp á til þess að það gæti gengið upp og voru þær veittar til verkefnisins. Fram kemur í tilkynningu frá borginni að með samþykkt tillögunnar sé eytt þeirri óvissu sem fötluð börn og foreldrar þeirra hafa verið í vegna málsins. Borgarstjóra var jafnframt falið að hefja viðræður við félagsmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga um frekari þróun á þjónustu við fötluð börn á aldrinum 10-16 ára og fjárhagslega þátttöku ríkisins í verkefninu.
Í tilkynningu frá Degi B. Eggertssyni, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, segir að borgarstjóri hafi með þessu fallið frá upphaflegum hugmyndum sínum um að efna til viðræðna við félagsmálaráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga um fjármögnun frístundanna.
Þá lagði minnihlutinn í borgarráði fram ályktun framkvæmdastjórnar Landssamtakanna Þroskahjálpar þar sem hugmynd borgarstjóra um viðræður var gagnrýnd. Jafnframt lét minnihlutinn færa til bókar að hann fagni því að borgarráð aflétti nú þegar óvissu um frístundastarf fatlaðra næsta sumar og tryggi fjárveitingar til verkefnisins í stað þess að þæfa það með viðræðum við félagsmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga. Þar með hafa hagsmunir fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra verið að fullu tryggðir," segir einnig í bókuninni.
Athugasemdir
Það hefði verið skandall ef þetta hefði farið öðruvísi.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.4.2008 kl. 17:09
Mikið er ég fegin fyrir ykkar hönd....og allra foreldra fatlaðra barna.
Til hamingju með brúðhjónin....greinilega verið hörku stuð í brúðkaupinu
Berta María Hreinsdóttir, 10.4.2008 kl. 17:47
Flott mál..flott mál.
Hitt hefði ekki virkað
Ragnheiður , 10.4.2008 kl. 17:58
Hann á hrós skilið fyrir þetta.
Halla Rut , 11.4.2008 kl. 20:08
Til hamingju með strákana þína. Kær kveðja til þín, Anna mín.
Ragnheiður
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 11.4.2008 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.