Skipt um gír .......

Nú er kominn tími á að skipta um gír og blogga smá jákvæðnisblogg.  Eins og fram hefur komið þá hafa síðust dagar ekki verið neitt sérlega jákvæðir í mínum augum en ég er að reyna að vinna í Pollýönnunni í mér ........

Síðasta helgi var alveg sérstaklega jákvæð en þá gengu þau Jökull litli bróðir minn og Oddný í heilagt hjónaband.  Þetta var fámenn en góðmenn athöfn á alveg yndislegum degi.  Þetta var alveg stórskemmtilegur dagur.  Jökull smalaði þeim sem boðið var í brúðkaupið saman í rútu.  Ja, í rauninni var flestum bara boðið í óvissuferð sem að endaði með brúðkaupi ! 


Þau eru svo frábær bæði tvö Smile
Bara smella á myndina til að sjá allar hinar ........

child%20wonderingÉg er mikið búin að vera að velta fyrir mér smá breytingum á fyrirætlunum mínum í námi.  Eins og margir sem mig þekkja vita þá byrjaði ég aftur í skóla í haust með það fyrir markmið að einhverntíman útskrifast sem sjúkraliði.  Það markmið hefur svo sem ekkert breyst, ég er bara búin að vera að velta aðeins fyrir mér að breyta aðeins leiðinni að þessu markmiði og læra félagsliðann fyrst.  Ég er með það í vinnslu að sækja um í svokallaðri “félagsliða-brú” hjá Mími símenntun í haust.  Svona við fyrstu athugun var útlitið svo sem ekki mjög bjart því að námsráðgjafi hjá Mími sagði mér að ég fengi ekki að byrja í náminu  þar sem að ég uppfyllti ekki eitt af þeim skilyrðum sem sett eru til að meiga hefja þetta nám.  Skilyrðin eru að vera búinn að ná 22 ára aldri, vera búinn með fagnámskeið I og II og vera með 3 ára starfsreynslu í aðhlynningu.  Ég er búin að ná aldurstakmarkinu og gott betur en það, fagnámskeið I er ég búin með og lýk fagnámskeiði II n.k. fimmtudag en starfsreynsluna hef ég ekki þannig að nú er ég að vinna í því að fá undanþágu til að hefja námið því að þegar að því líkur verð ég örugglega komin með öll árin 3, þar sem að þegar og ef ég fæ að hefja námið í haust verð ég komin með 2 ára reynslu og vinn það þriðja inn meðan á námstímanum stendur.  Ég held að þetta sé hreint ekki svo vitlaust .......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekkert skemmtilegra en óvænt brúðkaup

Brynhildur (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 23:47

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Innilega til hamingju með brúðarhjónin.
Glæsilegt par.

Skemmtilegur maturinn sem var á disknum.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.4.2008 kl. 07:06

3 Smámynd: Helga Jónína Andrésdóttir

Til hamingju með brósa! ...og vá ég man varla eftir flottari brúður.

...og Anna þú getur allt!

Helga Jónína Andrésdóttir, 10.4.2008 kl. 08:21

4 Smámynd: Anna Gísladóttir

Gunnar; Maturinn á disknum hans Jökuls var smá hrekkur frá okkur systrum hans

Anna Gísladóttir, 10.4.2008 kl. 10:51

5 identicon

Vildi bar akvitta fyrir mig þar sem ég er nú svo kurteis en ég hef reki hér inn nefið nokkrum sinnum. Vá sniðug að útfæra brúðkaupið í óvissuferð. Alltaf gaman að gera óvænt þekki það. Gerði það sjálf bauð i skírn en fyrst var brúðkaup og enginn vissi neitt nema við og presturinn. Svaramennirnir vissu ekki baun hihihi..... Kvitt úr sveitinni.

Ein ókunnug (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband