Mér er ekki runnin reiðin ......

Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja.  Eins og síðasta færsla hjá mér sýndi þá var mér verulega misboðið að sjá fréttina á forsíðu DV í gær.  Mér var eiginlega meira en misboðið, ég varð reið, sár, svekkt og vildi helst ekki trúa því að þetta væri staðreynd.  EN þetta er víst staðreynd, svo mikið er víst. 
Dagurinn í dag er búinn að fara í að hringja út um allt og leita leiða til að bjarga því sem bjargað verður fyrir sumarið svo og að spyrjast fyrir og tryggja að þetta fengi umfjöllun í fjölmiðlum.  Fréttastofa sjónvarpsins tók vel í ábendingu frá mér og báðu mig um að koma í viðtal, sem og ég gerði, þar sem að þetta bitnar allverulega á okkur.  Í fréttatímanum núna í kvöld var svo fjallað um málið, sýnt viðtalið við mig og svo viðtal við Ólaf F Magnússon, borgarstjóra. 

Hér má sjá viðtalið inni á ruv.is 

Eins og fram kemur í máli Ólafs þá hefur hann “ríkan skilning á því að foreldrar fatlaðra barna 10 - 16  ára séu áhyggjufull ef það hefur verið gefið í skyn að það væri einhver óvissa um þetta” o.s.frv.  Hvað er eiginlega að manninum ?  Ætli hann haldi að við séum öll vanvitar.  Ósk um aukafjárveitingu sem fara átti í að reka frístundaklúbba fyrir fötluð börn á aldrinum 10 - 16 ára var synjað.  Auðvitað veldur það áhyggjum hjá manni þegar maður fær þær upplýsingar hjá ÍTR að ef að af þessu verður og ekkert fjármagn fæst þá sé ekkert í boði !

 *************************************************************

Tekið af visir.is:

Stuðningur við rekstur frístundaheimila aukinn um 56 milljónir

bildeReykjavíkurborg vill koma því á framfæri að með samþykkt borgarráðs þann 7.apríl s.l var verið að auka stuðning við fötluð börn á frístundaheimilum Reykjavíkurborgar frá því sem fjárhagsáætlun ársins 2008 gerði ráð fyrir, en ekki verið að draga úr honum eins og hermt er á forsíðu DV þann 7. apríl.

Af þeirri 56 millj. kr. aukafjárveitingu sem ÍTR fær til reksturs heilsárs frístundaheimila renna 31,7 millj. kr. til stuðnings barna með sérþarfir. Með þessari fjárveitingu og fjármunum sem fyrir eru í fjárhagsáætlun ÍTR verður kleift að reka frístundaheimili í sumar þannig að þau verði rekin á heilsársgrunni.

ÍTR hóf rekstur Frístundaklúbba fyrir fötluð börn á aldrinum 10 til 16 ára sl. haust í samræmi við samkomulag milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og félagsmálaráðuneytis um þjónustu við fötluð grunnskólabörn í 5. - 10. bekk.

Borgarstjóri mun á næsta fundi borgarráðs leggja fram tillögu um að teknar verði upp viðræður um frekari þróun þjónustunnar sem tryggi fötluðum börnum 10 til 16 ára dvöl í Frístundaklúbbum yfir sumartímann.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg.

******************************************************* 

Textann hér fyrir ofan sem að ég hef litað rauðan skil ég bara ekki.  Það er búið að þróa alveg frábært starf fyrir þessi börn og hefur það verið starfrækt síðan í haust !  Hvar hefur Ólafur eiginlega verið að leyta sér upplýsinga ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Mér datt í hug að þetta værir þú, þú stóðst þig vel. Auðvitað er þetta glatað kerfi að hafa þetta svona....

Ragnheiður , 8.4.2008 kl. 21:30

2 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Það verður erfitt fyrir Ólaf að hætta við þessa þjónustu í sumar eftir það sem hann sagði í kvöldfréttum. Hann lofaði þar þessari þjónustu.

Ég fylgist vel með málinu og veit að þú og fleiri gera það. Ef eitthvað bendir til þess að af þessu verði ekki þá er ekkert annað en "heimsækja" Ólaf í ráðhúsið með börnin.

Hef ekki gefið upp alla von enn. Sjáum hvað kemur út af borgarráðsfundinum n.k. fimmtudag.

Anna Kristinsdóttir, 8.4.2008 kl. 21:43

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég vill bara segja: Guð, hvað ég er stoltur af þér!

Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.4.2008 kl. 22:34

4 Smámynd: Helguráð

Þú stendur þig vel.  Það er ótrúlegt með þetta lið að það er eitt í dag og annað á morgun.   Þú er hörkudugleg.

Þuríður Helga 

Helguráð, 8.4.2008 kl. 22:59

5 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Þú átt stórt hrós skilið Anna
Við skulum vona að Ólafur standi við stóru orðin.

Berta María Hreinsdóttir, 9.4.2008 kl. 08:35

6 identicon

Ég var svo stolt af þér í gærkvöldi, þú varst sko bara flottust!

Alveg ótrúlegt samt að foreldrar þurfi að standa í svona baráttu :(

Anna Málfríður (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 08:44

7 Smámynd: Herdís Alberta Jónsdóttir

Já Anna sammála öllum að ofan, frábært að taka á málunum og þú komst vel út í sjónvarpinu, Ákveðin, málefnaleg og flott.

Herdís Alberta Jónsdóttir, 9.4.2008 kl. 10:57

8 identicon

mér fannst alveg frábært að láta fjölmiðla vita af þessu, ekki veitir af smá umfjöllun um þessi mál. stolt af þér

Brynhildur (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 16:43

9 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

GO GO GO Anna. Stend með þér og öðrum foreldrum 1000%!! Vonandi standa stóru orðin. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 9.4.2008 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband