Ofát og aumur afturendi .......
1.3.2008 | 22:48
Nú tókst mér að éta á mig gat ! Pabba og mömmu var boðið í kvöldmat og í matinn var lambalæri, kartöflugratín með sveppasósu og ýmsu fleiru. Ó mæ god hvað mér tókst að borða allt of mikið. Ekki nóg með það heldur var ís í eftirmatinn .......
Það gerðirst svolítið skrítið við kvöldmatarborðið. Hann Sigtryggur minn stóð upp frá borðinu og tilkynnti að maginn hans væri fullur. Ég leit á diskinn hans og sá að hann var að leifa um það bil helming þess sem honum var skammtað á diskinn. Þetta þótti mér frekar skrítið þar sem að ég veit að honum finnst lambalæri alls ekki vont. Ég benti honum á að hann yrði nú að klára matinn ef hann ætlaði að fá ís í eftirmatinn. Nei, maginn minn er fullur sagði hann og fór fram. Skömmu seinna heyrði ég torkennileg hljóð frá drengnum en þá var hann farinn að kúgast frammi í forstofu. Ég leiddi hann inn á bað og þar ældi hann eins og múkki í klósettið. Þegar elsku karlinn var búin að tæma sig gjörsamlega labbaði hann aftur fram í stofu og hélt áfram að borða eins og ekkert hefði í skorist .... Þegar við inntum hann eftir því hvort honum væri ekkert illt í maganum var svarið: Búa til meira pláss og svo hélt minn maður áfram og kláraði matinn sinn. Já og svo fékk hann sér vel af ísnum sem var í eftirmat ........
Kvöldmaturinn var sko ekki eina sukkið mitt í dag því að í kaffinu skellti ég í pönnsur. Óli þurfti að skreppa smá út og vinna og þegar hann kom heim biðu hans nýbakaðar pönnsur og kaffi. Ég tók eina mynd af pönnukökustaflanum á símann minn og sendi þeim feðgum, Sigurjóni mínum og Sævari og innan skamms kom svar: AUÐVITAÐ, komum eftir 15 mín
Ég er búin að hafa það frekar skítt undanfarna daga. Þannig var að á fimmtudagskvöldið var ég í sakleysi mínu að fara út í bílskúr til að taka upp í matinn þegar ég steig í efsta þrepið í stiganum hér fyrir utan datt ég og fleytti kerlingar á mjöðminni niður ca 7 þrep ...... Þetta var ógeðslega vont og hægri hlutinn af afturendanum á mér er búinn að vera mjög svo aumur síðan. Ég átti að fara á næturvakt á fimmtudagskvöldið en eins og gefur að skilja þá komst ég ekki þangað eftir að ég flaug niður stigann. Ég átti að fara á 4 næturvaktir í röð en hef ekkert getað mætt.
Símamynd af pönnsum:
Athugasemdir
það er ekki oft sem maður fær lambalæri svo ég hefði hugsanlega gert sama og strákurinn.
Pönnukökurnar líta girnilega út.
Passaðu þig á hættulegum tröppum og farðu vel með þig.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.3.2008 kl. 23:02
Farðu vel með þig.
Pönsurnar eru girnó vildi að ég gæti nælst mér í eina.
Halla Rut , 1.3.2008 kl. 23:05
ææ..vonandi batnar þér fljótt,þú varst heppin að meiða þið ekki meira.Farðu gætilega.....
Agnes Ólöf Thorarensen, 1.3.2008 kl. 23:16
Þó mínar pönnukökur hafi vissulega verið mjög svo girnilegar þá verð ég að viðurkenna að þessi mynd er ekki af þeim sem ég gerði .....
Þessi mynd er bara "gúggluð" sko
Bæti við bloggið "símamyndinni" ....... En hún er btw tekin á meðan ég var að baka.
Anna Gísladóttir, 1.3.2008 kl. 23:18
Ég varð fyrir vonbrigðum
Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.3.2008 kl. 23:37
úfff .... lambalæri og pönnsur! Er eitthvað til sem er meira íslenskt?
Vona að þú verður orðin góð fyrir utanlandið, sem er bráðum!
www.zordis.com, 2.3.2008 kl. 00:52
Láttu þér batna í afturendanum sem allra fyrst... London nálgast eins og óð fluga!
Rannveig Lena Gísladóttir, 2.3.2008 kl. 08:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.