Familytrip tú ðe doktor !
21.2.2008 | 22:31
Heilsuleysinu á heimilinu er sko ekki lokið. Fyrir nokkrum dögum var stelpustráið mitt með háan hita og þegar að hitinn lækkaði tók við mikill hor í stríðum straumi úr nefinu á henni og þegar horið fór að minnka fékk hún slæman hósta sem að hún er ennþá með. Þetta ætlar held ég engan endi að taka, svei mér þá.
Í gærkvöldi kom svo karlgreyið mitt heim úr vinnunni skjálfandi af kulda og hóstandi. Þegar að var gáð reyndist hann líka vera kominn með hita. Ég var líka farin að finna fyrir beinverkjum og slappleika í gærkvöldi en kenndi svefnleysi um þau einkenni. Ég fór svo í vinnuna í nótt og hélt áfram að vera slöpp. Þegar ég kom svo heim úr vinnunni dreif ég mig í bælið og ákvað að sjá bara til hvort að ég hefði heilsu til að mæta á námskeið eftir hádegið. Ég vaknaði svo í hádeginu, fór í sturtu og ákvað að ég væri alveg nógu hress til að fara en sá eftir því eiginlega um leið og ég mætti á staðinn en lufsaðist þó til að sitja og hlusta til enda.
Þegar námskeiðið var rétt að enda hringi minn heittelskaði í mig og sagði mér að tengdó væru bæði nýkomin frá lækni og bæði komin með streftókokkasýkingu. Í ljósi þess að minnsi gaurinn minn sem var hjá okkur um daginn fékk líka þessa ógeðslegu sýkingu ákvað ég að fara með restina af liðinu mínu til læknis og ganga úr skugga um hvort að þessi einkenni sem eru að hrjá okkur væru af streftókokkakyni.
Það var örugglega frekar skondið að sjá okkur, 5 stykki, strunsa inn á heilsugæslunni og biðja um einn tíma hjá lækni og helst að fara öll inn til hans í einu því það væri eflaust það sama að okkur öllum ! Konan í afgreiðslunni var svolitla stund að sjá hvernig þetta væri nú framkvæmanlegt og það tókst að lokum og eftir þónokkra bið var komin röðin komin að okkur og við rigsuðum inn til doksa ! Fyrst var karlinn minn skoðaður, því hann var með mestu einkennin og BINGÓ prufan sýndi að hann var með bullandi streftókokkasýkingu. Næst kíkti doksi í hálsinn á mér og sagði í ljósi einkenna hjá mér og að hálsinn væri mjög rauður væri ég mjög sennilega með þetta ógeð líka og ég slapp við strok úr hálsinum. Næst í röðinni var stelpustráið. Þar sem hún var með mikinn hósta og nefrennsli var hún hlustuð vandlega og svo tekið strok úr hálsinum. En prufan hennar reyndist neikvæð. Doksi ákvað nú samt að gefa henni sýklalyf. Að lokum var Sigtryggur Einar skoðaður en hann slapp við strok en fékk engu að síður lyfseðil sem að okkur var uppálagt að bíða kannski aðeins með að leysa út því hann væri með svo væg einkenni. Kristján Atli slapp við allt saman því hann hefur engin einkenni sínt. Þrátt fyrir aðgerðir hjá blessuðum heilbrigðisráðherranum okkar að fella niður gjöld á heilsugæslu fyrir börn þurftum við að punga út 5.700 krónum fyrir þessa lænisheimsókn ! Á meðan að ég var að borga kom doksi fram á eftir okkur og sagði að prófið sem hann gerði á litla stelpuskottinu hefði á endanum sýnt jákvætt svar um streftókokka. Þessi læknisheimsókn endaði auðvitað með heimsókn í apótekið þar sem að ég gaf nánast hálfan handlegg fyrir sýklalyf handa familíunni !
Kapúff ! Nú verður kovepenin okkar helsta fæða næstu daga ..... og vonandi fer þetta heilsuleysi að taka einhvern enda.
Athugasemdir
Einn ljós punktur í þessu.... þið eruð þó öll í þessu á sama tíma
Rannveig Lena Gísladóttir, 21.2.2008 kl. 22:57
Vona lyfin virki fljótt og ykkur batni
Aðalbjörg Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 07:13
Læknaheimsóknir í Danmörku kosta ekki neitt, ekki einu sinni sérfræðiheimsóknir. Það kom mér á óvart líka þegar ég þurfti að kaupa sýklalyf í apótekinu að þau kostuðu ekki nema 30 kr danskar (um 400 kr íslenskar).
Maður á eftir að finna þokkalegan mun á þessu þegar maður flytur aftur heim til Íslands.
Kolbrún Jónsdóttir, 22.2.2008 kl. 07:38
Æji...búin að fá þennan pakka og þú átt sko alla mína samúð...vonandi batnar ykkur öllum sem allra fyrst..
Agnes Ólöf Thorarensen, 22.2.2008 kl. 08:51
Jeminn eini....greyin þið. Vonandi verðið þið fljót að jafna ykkur. Já það er ekkert grín að fara til læknis á Íslandi....held að þeir mættu taka Dani til fyrirmyndar í þessum efnum eins og Kolla benti á hér að ofan.
Batakveðjur til ykkar allra**
Berta María Hreinsdóttir, 22.2.2008 kl. 09:12
Uss... þetta er ekki gaman!
Látið ykkur batna!
Margrét Hanna, 22.2.2008 kl. 13:20
Helmingurinn af fjölskyldu minni er veik og mér er farið að líða eitthvað skrítið.
Allir virðast vera veikur
Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.2.2008 kl. 16:31
Æi vonandi að þið verði frísk fljótt. Ég veit það eru margir veikir nú um mundir kær kveðja.
Kristín Katla Árnadóttir, 22.2.2008 kl. 16:38
Batnaðarkveðjur til ykkar allra. Góða helgi og hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 22.2.2008 kl. 17:34
Aldrei lasin er mitt mottó! En það er víst ekki hægt að standa á því þegar vanlíðan á sér stað!
Vona að Gorbatsjóvinið virki fljótt ...... vítamín, pensilín og heilsan í lag!
Elsku litlu dúllurnar okkar þurfa að ganga í gegn um alla pestaflóruna, því miður!
www.zordis.com, 22.2.2008 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.