Líffæragjafir

Það er ekki oft sem að ég kveiki á sjónvarpinu og fer að fylgjast með umræðum á alþingi og hlusta vel á það sem fram fer.  En í dag var ég að reyna að sofa og ég hef stundum brugðið á það ráð að kveikja á þessari umræðu og hún er yfirleitt svo þreytandi og leiðinleg að ég hreinlega sofna út frá henni.  Ég hins vega sofnaði ekki í dag, heldur glennti upp augun, hækkaði í sjónvarpinu og fylgdist með af mikilli athygli.  Umræðan sem var að hefjast þegar ég kveikti var um Líffæragjafir og líffæragjafakort. 
Siv Friðleifsdóttir var með fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um hve margir eru líffæragjafar hér á landi sé miðað við fjölda útgefinna líffæragjafakorta og hafa kortin lagalegt gildi ? Er ættingjum t.d. skylt að hlíta vilja líffæragjafa ?
Það vantaði ekki að svörin frá Guðlaugi Þ heilbrigðisráðherra væru mjög skýr; en það eru engar skráningar á útgefnum líffæragjafakortum og þ.a.l. engar tölur til um hversu margir líffæragjafarnri væru.  Varðandi lagalegu gildi kortanna var svarið að í rauninni væru þessi kort ekki til neins nema leiðbeiningar fyrir ættingja því að skv. lagabókstafnum þá geta ættingjar hunsað algjörlega það sem á þessum kortum stendur.  Samkvæmt svörum Guðlaugs er ekki mikilla breytinga að vænta í þessum málum, því miður. 

Ég hef stundum velt því  fyrir mér hvað ég mundi vilja sjálf.  Er ég tilbúin til að gefa líffæri úr mér ef að eitthvað kemur fyrir mig ?  Svarið er JÁ ! En ég hef samt aldrei haft mig í það að fá mér svona líffæragjafakort og miðað við það sem að ég heyrði í dag er það kannki ekki til neins.  Er ekki frekar málið að tala við sína nánustu um þessi mál og koma þannig sínum vilja í þessu vandlega á framfæri ? 

Allavega, þið sem þekkið mig og lesið þetta þá er það einlægur vilji minn að gefa úr mér líffærin ef að það getur orðið til þess að bjarga mannslífi eða bæta verulega lífsgæði einhvers !

Að lokum, þessa snilld fékk ég senda frá vinkonu minni um daginn og vil endilega deila þessu með ykkur Grin

pic22704


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerða Kristjáns

Þarna er ég sammála þér.......ég vil líka að mín líffæri verði nýtt ef hægt er.

Gerða Kristjáns, 21.2.2008 kl. 07:23

2 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Ég er búin að ganga með kort í veskinu mínu í nokkur ár sem gefur til kynna að ég vilji gefa líffæri mín þegar ég dey.....En kannski er það ekki nóg??

Mér finnst að það ætti að vinna betur í þessum málum hjá Heilbrigðismálaráðuneytinu því það vantar alltaf líffæri og eflaust margir sem væru til í að gefa af þeim látnum ef þeim væri bent á það sem valmöguleika. Margir hafa örugglega bara ekkert spáð í þetta!

Bið að heilsa öllum í kotinu:)

Berta María Hreinsdóttir, 21.2.2008 kl. 08:47

3 Smámynd: Fjóla Æ.

Gott hjá þér Anna að hafa tekið ákvörðun um líffæri þín eftir þinn dag. Mundu bara að þú verður að minna fjölskylduna þína reglulega á vilja þinn.

Síðan er önnur spurning sem er öllu viðkvæmari. Hún er sú hvað myndir þú gera ef svo hræðilega vildi til að eitt af börnum þínum yrði mögulegur líffæragjafi?

Það er mjög algengt að fólk taki afstöðu sín vegna en ekki vegna barna sinna og einnig að fólk taki þá afstöðu að það geti á engan hátt gefið líffæri barna sinna. Þá má spyrja hvort viðkomandi séu tilbúnir til að þiggja?

Fjóla Æ., 21.2.2008 kl. 09:31

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt kvitt og bestu kveðjur.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.2.2008 kl. 11:34

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er með svona líffæragjafakort í veskinu mínu...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.2.2008 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband