"Getur sálin talað, mamma ?"

GOD2.... spurði unglingurinn minn þegar við vorum á leiðinni heim frá lækninum í dag.

“Já, þegar ég tala er sálin mín að tala og þegar þú talar er sálin þín að tala” svaraði ég.  

Stráksi hugsaði í smá stund og spurði svo: “er þá líkaminn búningur fyrir sálina ?”

“Já, eiginlega svona eins og umbúðir utanum sálina” svaraði ég.

Ekki veit ég hvers vegna næsta spurning kom en hún var, “er Guð mjög stór maður ?”

Þarna varð ég eiginlega kjaftstopp í smá stund en sagði svo: “Ég bara veit það ekki Kristján minn, en ég held það og trúi því.”

“Það er allt í lagi mamma, ég sé það bara þegar ég dey.”  Svaraði hann að bragði. 

Alla leiðina heim spurði hann ýmissa spurninga, sem var miserfitt að svara.  En þegar maður ræðir við unglinginn minn er betra að vanda svörin, því fari maður með einhverja vitleysu jafnvel þó það sé í gríni gert þá er hægara sagt en gert að leiðrétta það aftur. 

Þegar hann hafði spurt mig ótal spurninga kom allt í einu þessi einlæga spurning: “Finnst þér ég spyrja mikið, mamma ?”

“Stundum” svarði ég með mikilli þolinmæði í röddinni ...... og bætti svo við, “stundum verð ég bara svo þreytt að svara svona mörgum spurningum”. 

“Er ég þá svona eins og hann Ari ?”  spurði drengurinn þá.

Þetta tók mig tíma að fatta en að lokum fann ég út að hann átti við þennan Ara:

Hann Ari er lítill,
hann er átta’ ára trítill
með augu mjög falleg og skær.
Hann er bara sætur,
jafnvel eins er hann grætur
og hugljúfur þegar hann hlær.

En spurningum Ara
er ei auðvelt að svara:
Mamma, af hverju’ er himininn blár?
Sendir Guð okkur jólin?
Hve gömul er sólin?
Pabbi, því hafa hundarnir hár?

Bæði pabba og mömmu
og afa og ömmu
þreytir endalaust spurninga suð:
Hvar er sólin um nætur?
Því er sykurinn sætur?
Afi, gegndu, hver skapaði Guð?

Hvar er heimsendir, amma?
Hvað er eilífðin, mamma?
Pabbi, af hverju vex á þér skegg.
Því er afi svo feitur?
Því er eldurinn heitur?
Því eiga’ ekki hanarnir egg?

Það þykknar í Ara
ef þau ekki svara
og þá verður hann ekki rór,
svo heldur en þegja
þau svara og segja;
þú veist það er verðurðu stór.

Fyrst hik er á svari,
þá hugsar hann Ari,
og hallar þá kannske’ undir flatt
og litla stund þegir,
að lokum hann segir:
Þið eigið að segja mér satt.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi hann er frábær og það er alveg rétt hjá honum ef einhver er svona Ari þá er það hann Kristján Atli :)

Dáist alltaf jafn mikið að þolinmæðinni hjá þér nafna!

Anna Málfríður (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 09:26

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Skemmtilegar pælingar hjá drengnum

Það sem maður veit þegar maður verður stór er að maður veit afskaplega lítið...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.2.2008 kl. 09:40

3 identicon

Snillingur þessi drengur þinn :)

Heyrðu ...eigum við ekki að fara panta síðasta tímann hjá Nonna?

Kveðja Inda

Inda (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 12:05

4 Smámynd: .

Elsku spurningaflóðið hennar ömmu, alltaf jafn einlægur.

., 20.2.2008 kl. 12:47

5 Smámynd: www.zordis.com

Yndislegar pælingar um lífið okkar og mikil einlægni hér á ferð!  Þið eruð yndisleg!  Bestu kveðjur til ykkar .....

www.zordis.com, 20.2.2008 kl. 15:39

6 Smámynd: Gerða Kristjáns

Hann er bara yndi

Æðislegar pælingarnar líka

Gerða Kristjáns, 20.2.2008 kl. 20:25

7 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Maður lærir ekki neitt ef maður ekki spyr:)

Þarna þekki ég Kristján Atla

Bestu kveðjur yfir til ykkar 

Kolbrún Jónsdóttir, 20.2.2008 kl. 20:51

8 Smámynd: Solla

góður

Solla, 20.2.2008 kl. 22:38

9 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Þetta er fróðleiksfús strákur sem þú átt..

Agnes Ólöf Thorarensen, 20.2.2008 kl. 22:51

10 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Þessi spurning kemur mér ekki á óvart frá honum. Stundum get ég ekki svarað því sem hann spyr. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 20.2.2008 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband