Tæknitröllið ég komin heim frá Blönduósi
18.2.2008 | 21:31
Tæknitröllið ég Það er eiginlega bara grín, ég er nefnilega alls ekkert tæknitröll. Á fimmtudaginn ætlaði ég nú aldeilis aðeins að stilla Ipodinn og setja inn áann fleiri lög. Ég plöggaði græjunni við tölvuna, hringdi í Guðnýju vinkonu og spurði hana um eina stillingu og þóttist nú alveg skilja hana og tók eitthvað hak af sem ekki átti að vera. Ekki vildi betur til en þegar við vorum farin af stað norður og ég ætlaði nú aldeilis að plögga Ipodinu í bílnum þá var hann TÓMUR ! Já ég hafði víst ekki skilið vinkonu mína alveg rétt og tók eitthvert hak úr sem varð til þess að græjan tæmdi sig alveg ........ Þetta fannst unglingnum henni frænku minni alveg bráðfyndið þegar ég sagði henni frá þessu og bað hana í leiðinni að kenna mér á þetta helv ..... drasl og koma einhverri músík inn á Ipodinn áður en við legðum af stað suður. Nú verð ég einhvern daginn að hætta mér í það að reyna að stilla iTunes uppá nýtt og gá hvort að mér takist að setja eitthvað inn á græjuna mína. Mér líst satt að segja ekkert á þessa "reifírassgatþvottavélabúmmbúmmtónlist" sem unglingurinn setti inn á spilarann minn fína Hún setti reyndar slatta af lögum með Pöpunum og það var alveg að svínvirka í mín eyru
Helgin fyrir norðan var alveg ágæt í alla staði. Ég gerði svosem ekki mikið annað en að sinna krakkakrílunum mínum og snúast í kringum sjálfa mig. Já og kannski smá meir eins og t.d. að fá mér obbbbbbolítið í eina tánna á föstudagskvöldið ásamt tilvonandi ferðafélögum mínum til London og fara svo á laugardaginn og þrífa bílgreyið. Það veitti sko ekki af því að þrífa þennan fjóshaug eða á maður kannski frekar að kalla þetta salt og tjöruköggul ! Grínlaust, þá held ég að ég hafi farið 3 umferðir með tjöruhreinsi á bílinn, því næst var það sápuþvottur og að lokum var kagginn svo bónaður hátt og lágt með dyggri aðstoð míns heittelskaða og pabba míns
Dagurinn í dag er búinn að vera frekar rólegur bara. Byrjaði á því að fara með litla krúttið mitt á leikskólann, brunaði svo til Bibbu í framköllun (=litun og plokkun), því næst fékk ég mér obbolítinn kaffisopa (3 bolla kannski .....) hjá henni Mæju minni og svo fór ég í Karmelklaustrið í Hafnarfirði og pantaði ýmislegt fyrir ferminguna hjá unglingnum. Ég ætlaði sko bara að panta kerti þar en endaði á að panta líka gestabók og sálmabók með áletrun og öllu tilheyrandi tralli
Mikið svakalega er margt fallegt til þarna hjá þeim nunnunum. Ég varð allavegana alveg heilluð
Núna eru bara 22 dagar þar til að ég fer til London !
Athugasemdir
22 dagar er ekki neitt
Gunnar Helgi Eysteinsson, 18.2.2008 kl. 21:37
Það er alldeilis að það er brjálað að gera hjá konunni .... Veistu ég er nú ekki hissa á þessu með Ipodinn ... hvað varð um gamla góða vasa diskóið??
Þú ert greinilega byrjuð að telja niður ..... áður en þú veist af verður þú komin með hangikjötssamloku á Leifsstöð ... (æj kanski ekki hangikjötssamloku )
www.zordis.com, 18.2.2008 kl. 22:09
Er alveg sammála þér með þessa Ipoda...skil ekkert í þeim og ætla ekki að fá mér svoleiðis á næstunni. Á hins vegar gamla góða vasadiskóið mitt ennþá:)
Handverkið hjá nunnunum í Hafnarfirði er alveg einstakt, á einmitt æðislegt brúðkaupskerti frá þeim og á örugglega eftir að kaupa meira hjá þeim í framtíðinni:)
Knús á línuna**
Berta María Hreinsdóttir, 18.2.2008 kl. 22:32
22 dagar eru bara peanuts miðað við þessa 103 eða eitthvað þegar við byrjuðum að telja
Gerða Kristjáns, 18.2.2008 kl. 23:18
múhahaha... þú´rt sko ekki tæknitröll... kannski smá tækniálfur... eða kálfur...
Rannveig Lena Gísladóttir, 19.2.2008 kl. 14:34
Mikið átt þú gott að fara til London svo er nú ekki langt í þetta bara 22 dagar.
Kristín Katla Árnadóttir, 19.2.2008 kl. 17:20
Kvitt kvitt og bestu kveðjur.
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 19.2.2008 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.