Í sveitinni (á Blönduósi)

Ekki fór það svo að ég bloggaði í vinnunni eins og ég sagði kannski ætla að gera í síðustu færslu.  Það var svo sem rólegt í vinnunni en ég tók smá trilling í verkefni fyrir skólann og steingleymdi að blogga …..Núna er ég stödd í sveitinni …. öllu heldur á Blönduósi hjá pabba og mömmu.  Hvenær skyldi maður hætta að segja “norður í sveitina” ?  Nú er orðið ansi langt síðan að pabbi og mamma fluttuog sala á sveitinni sjálfri á næstu grösum …..

Við erum búin að hafa það ljómandi gott hérna.  Sigtryggur fór eiginlega strax í sveitina til Árnýjar, Óli er búinn að rafvirkjast alveg heilan helling og ég er búin að …… ummmm látum okkur nú sjá …….. JÁ ég er búin að þrífa bílinn okkar, reyndar með dyggri aðstoðar pabba og svo bóna bílinn með aðstoð pabba og Óla.  Heimferð er svo fyrirhuguð á morgun þegar Ólinn minn er búinn að rafvirkjast aðeins meira fyrir tengdaforeldrana og við svo búin að safna börnunum okkar saman Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.2.2008 kl. 00:28

2 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Alltaf gaman að skreppa á heimaslóðir..

Agnes Ólöf Thorarensen, 17.2.2008 kl. 01:16

3 Smámynd: www.zordis.com

Það er alltaf gott að "koma heim" og hitta foreldrana.  Búið að vera brjálað að gera hjá kallinum  Góða ferð heim í dag ....

www.zordis.com, 17.2.2008 kl. 12:00

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.2.2008 kl. 13:45

5 Smámynd: Árný Sesselja

Takk fyrir helgina Anna mín..... og lánið á drengnum....

Árný Sesselja, 18.2.2008 kl. 09:09

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er alltaf gott að koma til foreldrana góða heimferð

Kristín Katla Árnadóttir, 18.2.2008 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband