Heilsan öll á uppleið

Heilsan og geðheilsan á mínum bæ er öll að skána.  Litla skvísan er að ná sér held ég.  Í fyrrakvöld var hún bara með 38,0°C og örfáar kommur í gærmorgunn.  Geðheilsunni minni var reddað í gærkvöldi Grin  Ég og karlinn minn fórum í fertugsafmæli hjá vini okkar og fengum okkur obbolítið í eina tánna Wink  Tengdó voru svo elskuleg að koma og passa ungana fyrir okkur svo að við kæmumst út saman.  Þau gistu heima hjá okkur og við fórum heim til tengdó eftir skrallið og fengum að sofa út !  Ekkert smá næs Smile  Tengdamamma mældi ekki hitann hjá skvísunni en taldi að ef hún væri með einhvern hita þá væri hann mjög lítill.  Vonandi verður hún hitalaus í kvöld og þá fer maður að eigja von um að hún geti farið á leikskólann á mánudaginn.  Stelpustráið hefur ekkert farið þangað í heila viku Pouty

Í síðustu færslu bað ég um ráð varðandi fermingarföt á unglinginn minn og það stóð ekkert á því að ég fengi fín ráð.  Takk fyrir !  Ég ætla að fara að fyrsta ráðinu og leigja hátíðarbúning á piltinn.   Það er auðvitað alveg brilljant að geta leigt á hann fötin því að hann er að stækka heilmikið.  Fötin sem að ég keypti á hann í Boston í haust eru næstum öll orðin of lítil á’ann ....  Ég held að það vanti grátlega lítið uppá að drengurinn sé orðinn hærri en ég.  “Litla” barnið mitt,  það er svooooo stutt síðan að hann var litla barnið mitt FootinMouth

Afmælisveislan í gærkvöldi var alveg stórkostlega skemmtileg í alla staði.  Fínar veitingar og fullt af fjöri.  Ég tók meira að segja þátt í að troða upp og syngja fyrir afmælisbarnið.  Það var auðvitað búið að syngja afmælissönginn sjálfann en við (vinahópurinn) sungum 2 lög sem var búið að gera nýjan texta við um afmælisbarnið.  Þetta tókst svona líka bærilega hjá okkur þó ég segi sjálf frá Smile

Framundan hjá mér er svo vinna næstu 2 nætur og svei mér þá ég held að mér hlakki bara til að fara í vinnuna eftir svona marga daga í veikindum heima. 

Í dag ætla ég samt að fara með yngsta gaurinn minn í bíó að sjá Ástrík á ólympíuleikunum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Það er ótrúlegt að þessi "kríli" geti stækkað svona ört.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.2.2008 kl. 14:28

2 Smámynd: www.zordis.com

Alltaf gott og gaman að lyfta sér upp í góðra vina hópi!  Tengdó eru oftast "læfseifer" og börnunum líður best hjá ömmu og afa!

Góða skemmtun í bíó!

www.zordis.com, 9.2.2008 kl. 14:40

3 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Segðu Anna hvað hann stækkar HRATT!!! Gott að geta komist út, og það á skrallið svo ég tali nú ekki um að fá að sofa út sko. Góða skemmtun í vinnunni eftir veikindin heima fyrir. Vona að litla snúllan verði orðinn frísk á mánudag. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 9.2.2008 kl. 21:37

4 Smámynd: Fjóla Æ.

 góð hugmynd.

Fjóla Æ., 9.2.2008 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband