ÓMG barnið er ennþá með hita !
6.2.2008 | 21:00
Það var því miður ekki svo gott að litla kerlingin mín væri að hressast því að hún er enn með hita Ég var svo sannfærð í gærkvöldi að nú væri hún alveg að verða hitalaus en mældi hana samt svona til að vera viss og 39,2°C var niðurstaðan. Í morgun var svo mælt einu sinni enn og 38,0°C blasti við á mælinum í það skiptið. Geðsmunirnir hennar í dag hafa engan veginn bent til þess að heilsan hafi verið að skána þannig að áðan þegar ég skipti um bleyju og klæddi hana í náttfötin mældi ég eina ferðina enn og 39,0°C blasti við mér Það fer alveg að líða að því að ég gefist upp á því að bíða eftir því að hún vinni á þessu sjálf ....... Þessi elska hann maðurinn minn kom heim í dag um hálf tvö og hleypti mér út í smá stund. Hann þurfti nefnilega að vinna í kvöld þannig að ég held að hann hafi gert þetta til að koma ekki að mér alveg kolvitlausri þegar hann loksins kæmi heim seint í kvöld ......
Þegar ég slapp út í dag fór hugurinn á flug og ég fór að spá í ýmsu sem að ég þarf að gera fyrir ferminguna hjá unglingnum. Það er ótrúlega stutt í þetta þó að tilfinningin sé eins og það séu ár og öld. Hvar skyldi ég fá sálmabók með áletrun ? Hvar ætli maður fái servéttur með áletrun ? Hvað skyldi þetta kosta ? Hvar er þetta ódýrast ? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem brunuðu í gegnum hugann og svei mér þá að það fór held ég að rjúka úr toppstykkinu ! En til að forðast það að ég bræddi nú alveg úr þá hafði ég samband við reynslubolta í fjölskyldunni og fékk ráð hjá henni. Takk Alla mín, nú er þetta allt í vinnslu ..... Bara eitt sem að ég gleymdi að spyrja hana að og set þá spurningu bara fyrir þá sem lesa bloggið mitt; hvar fær maður almennileg jakkaföt / spariföt / fermingarföt á unglinginn ???? Er Hagkaup bara málið eða ______ ? Endilega gefið mér ráð .....
Athugasemdir
Leiðinlegt að heyra að skottan sé enn lasin, vona að hún fari nú að hressast. Í sambandi við fermingarfötin þá fór ég í brúðarkjólaleigu Katrínar í Mjódd og leigði hátíðarbúning á Guðjón síðasta vor, tímdi ekki að kaupa á hann einhver föt sem hann yrði síðan vainn upp úr um haustið. Og get sagt þér að hann var sko flottur.
Fjóla Æ., 6.2.2008 kl. 21:13
Líst vel á þessa lausn hjá Fjólu...
Rannveig Lena Gísladóttir, 6.2.2008 kl. 21:46
Góð lausn á ferð! Vona að litla skottið lagist fljótt ....
www.zordis.com, 6.2.2008 kl. 22:27
Leiðinlegt að heyra með Höllu. Vonandi fer henni nú að batna kellingin litla. Spariföt á ungling...hmm..hvað með Dressman? Eða er það bara fyrir gamla kalla? Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 6.2.2008 kl. 22:49
Fjóla hitti naglann á höfuðið.... held að að sé bara ekkert vitlaust að leysa þetta svona. Enda er Kristján ekki mikill sparifata maður....
Árný Sesselja, 6.2.2008 kl. 23:43
Góð lausn ég ætla bara vona að barnið fari að lagast en hitinn er lúmskur ef þetta fer ekki að lagast mundi ég hiklaust fara með hana til læknis.
Kristín Katla Árnadóttir, 7.2.2008 kl. 13:58
æææ..þú átt alla mína samúð..búin að vera með mínar veikar í viku og allir búnir að fá nóg,meira að segja þær líka.Gangi þér vel..
Agnes Ólöf Thorarensen, 7.2.2008 kl. 16:25
Ég er svo heppinn að Alli passar í Íslenska búninginn hans Gissurs yngsta bróðir hans Badda:) Þurfti bara að fjárfesta í nýjum skóm á drenginn:)
Vona að litla skottan fari að batna ...
Kveðja Inda
Inda (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 18:10
kvitt kvitt og kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.2.2008 kl. 20:10
Ég var einmitt teppt heima í gær.. ekki vegna veikinda en ég get samsamað mig við áhyggjur mannsins þíns við geðheilsu þinni hehe. Er snúllan orðin góð?
Jóna Á. Gísladóttir, 8.2.2008 kl. 08:40
Hæ, ég þvældist inn á bloggið þitt frá síðunni hennar mömmu þinnar. Skil þig vel með þessar fermingarundirbúningspælingar, stóð í þessu fyrir fjórum árum og vissi ekki baun í bala
Við fengum áletraða sálmabók í Kirkjuhúsinu á Laugavegi, sömuleiðis áletraða gestabók eða þannig, með plássi fyrir skeyti og ljósmyndir og þess háttar. Jakkafötin voru svona ósköp venjuleg flauelsjakkaföt, grá að lit, keypt í 17 og notuð alls þrisvar áður en hann óx upp úr þeim blessaður. Þau eru reyndar enn til hér inni í skáp og sér ekki á þeim. Slógum svo tvær flugur í einu höggi með skóna, keyptum bara góða svarta Adidas strigaskó... komu flott út svona splunkunýir og fínir... svo voru þeir bara notaðir dags daglega eftir það. Allir ánægðir með þá lausn.
Gangi ykkur vel í undirbúningnum
Sigrún netkella (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.